Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úrbeinaður lambahryggur, ristað blómkál og döðlubygg.
Úrbeinaður lambahryggur, ristað blómkál og döðlubygg.
Matarkrókurinn 17. apríl 2015

Vorrúllur með austurlensku ívafi og alíslenskar steikur

Vorrúllur eru fullkominn valkostur í matinn þegar hlýrri dagar eru í sjónmáli. Hér er vorrúlluuppskrift í víetnömskum stíl en þær eru ekki steiktar eins og kínversku rúllurnar sem fólk þekkir úr frystinum. 
 
Í rúllunum er ferskt grænmeti, jurtir og rækjur eða svínakjöt (eða bara það sem fólk á í kælinum). Það er líka hægt að blanda saman rækjum og svínakjöti sem gefur skemmtilega bragðsamsetningu. 
Lambakjötið er hægt að elda á ótal vegu og hér á eftir notum við bygg og blómkál sem meðlæti. Nautakjöt með bérnaise-sósu svíkur engan frekar en fyrri daginn.
 
Vorrúllur með svínakjöti og rækjum
  • 1 pakki þunnar hrísgrjónanúðlur (vermicelli)
  • 200 g  beinlaust svínakjöt (lund)
  • 2 matskeiðar hrísgrjónaedik
  • 100 g miðlungsstórar rækjur (tígris rækjur eða venjulegar úthafsrækjur)
  • 8 blöð hrísgrjónapappír (blaðsdeig – e. Vietnamese rice paper)
  • Ferskar kryddjurtir (ef þær eru til) 
  • 1 lítið höfuð af blaðsalati eða spínat
  • 100 g gúrkur, fínt skornar
  • 2 heilar gulrætur, skornar í strimla
  • 3 msk. Hoisin-sósa
  • 50 ml kókosmjólk
  • 1 tsk. sesamolía
  • 50 g  jarðhnetur, muldar (eða 3 msk. hnetusmjör)
 
Undirbúningur
Setjið yfir stóran pott af vatni. Setjið núðlur í skál af köldu vatni þar til þær eru linar (tekur um 7 mínútur). Setjið í sigti og skolið undir köldu vatni í 30 sekúndur eða þar til þær eru kaldar. 
Bætið við svínakjöti og 1 msk. edik í sjóðandi vatnið. Dragið til hliðar og eldið þar til kjöthitamælir sýnir 65°C eða í um 8 mínútur. Takið upp úr vatninu og látið kólna að stofuhita. Skerið í mjög þunnar sneiðar.
Í sama vatni, eldið rækju í um 2 mínútur (tígrisrækjur) en 30 sek. fyrir íslenskar því þær eru forsoðnar.
Skerið grænmetið. 
Annaðhvort er haft volgt vatn á matarborðinu og allir dýfa hrísgrjónapappírnum sínum í volgt vatn í um 10 sek. og fylla með fyllingu. Hin leiðin er að kokkurinn vefur allar rúllurnar fyrir gesti og framreiðir með kókos-jarðhnetusósunni. Í henni er kókosmjólk, jarðhnetur, Hoisin-sósa, krydduð til með ediki og sesamolíu.
Skiptið í 4 sósu bolla og framreiðið sem ídýfu.
 
Úrbeinaður lambahryggur, ristað blómkál og döðlubygg
  • ½ stk. lambahryggur 
  • 1 ½ tsk. salt
  • ½ tsk. svartur pipar
  • 1 msk. matarolía
  • 2 msk. smjör
  • 2 ferskt timjan eða rósmaríngreinar
  • 1 stk. ristað blómkál
  • 200 g soðið perlubygg
  • 100 g saxaðar döðlur (kryddað með sítrónu, ólífuolíu og hvítlauk)
 
Aðferð
Úrbeinið hrygginn til að flýta fyrir pönnusteikingu eða bakið í ofni með gamla laginu. Kryddið með salti og pipar.
 
Hitið olíu í yfir miðlungshita þar til hún er vel heit. Brúnið kjötið á öllum hliðum í um 6 mínútur samtals. Bætið við smjöri og timian/rósmaríni og haldið áfram að elda með blómkálinu. Takið fituna og smjörið og ausið yfir kjötið og blómkálið með skeið. Steikið upp í 60°C sem er miðlungssteikt. Látið standa í 10 mínútur. 
 
Framreiðið með byggi sem búið er að sjóða og blanda í söxuðum döðlum og krydda með einu hvítlauksrifi, safa úr einni sítrónu og ögn af ólífuolíu. Saltið og piprið byggið.
 
Alvöru nautafilesteik bérnaise:
  • 1 stk. nautafille (hryggvöðvi) 
  • 2 greinar garðablóðberg
  • 1 geiri hvítlaukur
  • 15 ml olía 
  • 30 g smjör 
  • salt og pipar 
 
Aðferð
Nautahryggvöðvinn er hreinsaður af sinum og fitum. Saltið og piprið. 
Steikin er grilluð vel á báðum hliðum (1–2 mín. á hvorri hlið). 
Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og látin hvíla í 10 mín. 
Skerið í þunnar sneiðar og stráið salti í sárin. Hryggvöðva þarf að skera þunnt svo hann verði ekki seigur.
 
  • Bérnaise-sósa
  • 250 ml smjör
  • 2 eggjarauður
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 1 tsk. vatn
  • 2 tsk. Béarnaise bragðefni eða 2 msk. hvítvínsedik eða smá sítrónusafi
  • Ferskt eða þurrkað fáfnisgras (estragon)
  • Salt og pipar
 
Aðferð
Hrærið eggjarauður í hrærivél (eða í höndunum) með Dijon-sinnepi. Færið yfir hita, með vatni í potti, svo gufan hiti upp skálina. Bætið í smjöri í mjórri hægri bunu, þynnið út með vatninu. 
Bætið í ediki eða bragðefni og kryddið til með fáfnisgrasi, salti og pipar.
Passið að sósan hitni ekki of mikið því þá eldast eggjarauðurnar og sósan skilur.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f