Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vörðubrún
Bóndinn 28. maí 2015

Vörðubrún

Við hjónin hófum búskap á Vörðubrún haustið 1998. Við tókum við af foreldrum Lárusar, Dvalni Hrafnkelssyni og Fríðu Pálmars Þorvaldsdóttur. 
 
Höfum breytt litlu en byggðum 360 fermetra stálgrindahús 2004 sem kemur sér vel á köldum vorum.
 
Býli:  Vörðubrún.
 
Staðsett í sveit:  Jökulsárhlíð, Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Lárus B. Dvalinsson og Steinunn Snædal.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum 4 börn, þau heita Fríða Pálmars (1998), Dvalinn (2000), Pálmar (2004) og Auðun (2007).
 
Stærð jarðar?  Stærð jarðar hefur ekki verið mæld en túnin eru um 50 hektarar.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 vetrarfóðraðar ær, hvítar með horn.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á að koma börnunum í skólann og svo þarf að sinna rollunum. Yfir hádaginn er bóndinn eitthvað að bauka í vélaskemmunni fyrir sjálfan sig og aðra. Dagurinn endar svo á seinni gjöf. Þessa dagana eru menn þó nær öllum stundum í fjárhúsunum vegna sauðburðar. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Lárusi finnast smalamennskurnar og heyskapurinn án efa skemmtilegustu bústörfin en leiðinlegast að gera við lélegar girðingar.
Steinunni finnst heyskapurinn skemmtilegur (í góðri tíð) en átakanlega leiðinlegt að rýja og sjá um gæðastýringar- og rollubókhaldið.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki stefnt á neinar breytingar á næstu árum en fénu gæti hugsanlega fjölgað eitthvað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Erum sérstaklega ánægð með nýja framkvæmdastjóra LS.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef tekst að auka nýliðun í greininni. Það þarf að auðvelda ungu fólki að byrja búskap og nauðsynlegt að tryggja netsamband í sveitum landsins
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þrátt fyrir einstök gæði íslenska lambakjötsins þá teljum við að tækifærin séu í mjólkurvörunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ávextir, tortilla-kökur og jógúrt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Strákarnir segja bjúgun hans Dvalins afa en við hin grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Lárus fótbraut sig á fyrsta degi í smalamennskum síðasta haust, þá kom vel í ljós hvað við eigum góða vini og ættingja. Allir tilbúnir að koma og hjálpa til.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...