Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eygló Björk Ólafsdóttir og Karvel L. Karvelsson við undirritun samn­ingsins.
Eygló Björk Ólafsdóttir og Karvel L. Karvelsson við undirritun samn­ingsins.
Mynd / smh
Fréttir 10. október 2019

VOR og RML í samstarf um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Höfundur: smh

Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR (félags framleiðenda í líf­rænni landbúnaðarframleiðslu) og Karvel L. Karvelsson, framkvæmda­stjóri Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML), undirrituðu á mánudaginn samn­ing um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun.

Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin verði að mestu leyti fjármögnuð með þeim fjármunum sem urðu afgangs af því fjármagni sem hafði verið veitt til aðlögunarstuðnings árið 2017 í verkefni til eflingar lífrænnar framleiðslu hér á landi.

Eftirspurn eftir ráðgjöf

Að sögn Eyglóar hefur verið talsverð eftirspurn frá nýliðum í lífrænni ræktun um ráðgjöf og er þessi samningur viðbragð við því. Hún segir að ráðgjöfin sé hugsuð þannig að einn starfandi bóndi í lífrænum búskap, sem VOR viðurkennir, sinni henni ásamt einum ráðgjafa frá RML.

Hugmyndin byggi á þeim markmiðum VOR að deila þekkingu og reynslu þeirra bænda sem starfa í lífrænni ræktun til þeirra sem eru að byrja – og efla þekkingar­samfélagið í lífrænum landbúnaði hér á landi. Með aðkomu RML mun þekkingargrunnurinn vaxa og samstarfs­möguleikar aukast.

Með stuttri heimsókn séu nýliðarnir aðstoðaðir við að sjá út tækifæri og huga að framleiðsluaðferðum, ná upp skilvirkni og nýta sem best þá kosti sem framleiðslustaðurinn býður upp á. 

Hverjir teljast nýliðar?

Í samningnum er gert ráð fyrir að þeir teljist nýliðar sem séu í frumframleiðslu í landbúnaði, séu í aðlögunarferli að lífrænni ræktun samkvæmt samningi við vottunarstofu eða á fyrstu þremur árum vottaðrar framleiðslu.

Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs; frá 1. október 2019 til 1. október 2020, og geta nýliðar sótt um ráðgjöf með erindi til VOR, með lýsingu á verkefninu og megin viðfangsefni í væntanlegri heimsókn ráðgjafa. 

Skylt efni: VOR | RML | landbúnaðarráðgjöf

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...