Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti
Matarkrókurinn 28. maí 2018

Vor-kjúklingur á ítalska vísu – fylltur með grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú þegar vorið virðist loksins vera komið til Íslands er ekki úr vegi að draga fram vorlegan kjúklingarétt sunnan frá Ítalíu. 
 
 
Kjúklingur primavera
  • Einn  kjúklingur sem búið er að klippa hrygginn úr (til að fylla og flýta fyrir eldun)
  • 2 msk. ólífuolía
  • salt
  • Ferskur svartur pipar
  • 1 tsk .ítalskt blaðkrydd
  • Einn kúrbítur,  þunnt skorinn í fallegar sneiðar
  • 3 miðlungs tómatar, helmingaðir og skornir í þunnar sneiðar 
  • 2 gular paprikur, þunnt sneiddar
  • 1/2 rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • 1 kúla ferskur mozzarella-ostur
 
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður – eða grillið. Setjið kjúkling á skurðbretti og klippið með góðum skærum bakhliðina úr (hrygginn). Aðferðin oft kölluð að fletja út. Skerið vasa í bringurnar en gætið þess að skera ekki alveg í gegn. Smyrjið með olíu og kryddið með salti, pipar og ítalska kryddinu.
 
Fyllið hvern vasa til skiptist með kúrbít, tómötum, papriku og rauðlauk.
Gott að rífa mozzarella-ost yfir. 
 
Bakið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, í um 25 mínútur. Ef nota á grill er gott að hvolfa kjúklingnum á stálbakka eða laust kökuform, þegar búið er að brúna skinnmegin – svo grænmeti detti ekki á milli grinda.
 
Framreiðið með grilluðu grænmeti og sýrðum rjóma með graslauk.
 
Döðlu-orkuboltar með ávöxtum 
 
Þessir boltabitar eru matmiklir og nógu sætir til að fá sér hollt millimál eða orku fyrir útiveru eða líkamsrækt.
 
  • 2/3 bolli (auk 1 msk. til skrauts) 
  • skeljalausar pistasíuhnetur
  • 4-6 stórar ferskar döðlur
  • 1/3 bolli tahinimauk (sesam)
  • 3 msk. hreint hlynsíróp
  • ¾ tsk. sjávarsalt
  • ¼ bolli (auk 2 msk. til skrauts) ósykrað kakóduft
  • 1 msk. ristuð sesamfræ
 
Aðferð
Setjið smjörpappír á bakka. Hakkið ? bolla pistasíuhnetur í matvinnsluvél þar til þær eru gróft hakkaðar. Setjið döðlur, tahinimauk, hlynsíróp, salt og ¼ bolla kakóduft saman við og vinnið þar til myndast kakómassi.
 
Hnoðið í tíu 30 g kúlur (hver um sig verður á stærð við borðtennisbolta) og raðið á smjörpappír. Kælið þar til þær eru orðnar stífar, eða í um 20 mínútur.
 
Á meðan þær kólna, myljið þá sesamfræ og restina (1 msk.) af pistasíuhnetum með mortéli  eða beittum hnífi – þar til þetta er orðinn fínn mulningur. Færið yfir í litla skál. Setjið það sem eftir er af kakóduftinu (2 msk.) í aðra litla skál.
 
Endurrúllið kúlurnar  þar til þær eru sléttar og kringlóttar. Dýfið helmingnum af hverjum bolta í pistasíu- og sesamfræblönduna, svo hinn helminginn í kakóduft (má velta upp úr bræddu súkkulaði fyrst).
Leggið aftur á bakkann og haldið köldu.
 
Hægt er að gera kúlurnar mánuð fram í tímann og geyma þær í lofttæmdum umbúðum í frysti.
Framreiðið með berjum og kíví.
 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...