Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 4. apríl 2016

Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur um­hverfisvöktunar á jörðinni (The Group on Earth Observations) hafa kynnt gangsetningu forvarnarvöktunar (Early Warning Crop Monitor). Er því ætlað að berjast fyrir fæðuöryggi á jörðinni. Var þetta tilkynnt þegar fulltrúar helstu iðnríkja heims héldu fund GEO 36 í Genf 8.–9. mars.
 
Vöktunarkerfið er þróað af alheims land­búnaðar­vökt­uninni „GEO Global Agricultural Monitoring Initiative (GEOGLAM)“. Er það stutt af landbúnaðarráðherrum G-20 ríkjanna. Mun uppskeruvöktunin „Early Warning Crop Monitor (ECWM)“ veita upplýsingar inn í kerfið af stöðu uppskeru í heiminum. Einnig veita upplýsingar um ef hætta er á fæðuóöryggi í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Samkvæmt frétt ECWM í byrjun mars er víða hætta á miklum þurrkum og uppskerubresti vegna El Niño. Á það bæði við ríki í Suðaustur-Asíu og enn frekar í sunnanverðri Afríku. 
 
Mun Early Warning Crop Monitor ásamt GEOGLAM Crop Monitor annast eftirlit fyrir upplýsingaþjónustu landbúnaðarvörumarkaðarins (AMIS). Verður stöðugt fylgst með stöðu landbúnaðarmála og uppskeru í 124 löndum. Það spannar yfir 94% af öllu ræktarlandi heims. UM 40 stofnanir og samtök á heimsvísu munu styðja við þessa framkvæmd, en gefnar verða út mánaðarlegar úttektir.  

Skylt efni: fæðuöryggi | GEO

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...