Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Fréttir 18. október 2019

Vöktun á súrnun sjávar og jöklum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun á súrnun sjávar og á jöklum næstu fimm árin hér á landi. Ákvörðunin var tilkynnt í tilefni útkomu nýrrar skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslags­breytinga á hafið og freðhvolfið.

Í skýrslunni eru dregnar saman upplýsingar um áhrif loftslags­breytinga á jökla og höf sem eru þeir þættir sem varða Íslendinga einna mest. Í yfirliti yfir efni skýrslunnar á vef Veðurstofu Íslands kemur meðal annars fram að allar ísbreiður og jöklar á jörðinni eru að minnka vegna loftslagsbreytinga, sjávarborð hækkar meira en gert var ráð fyrir og súrnun sjávar hefur aukist.

Umhverfisráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undir­ritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Hafrannsóknastofnun fær 35 milljónir króna á árinu 2019 og 30 milljónir króna árlega á árunum 2020 til 2023, eða samtals 155 milljónir króna, til þessa viðfangsefnis.

Framlögum ársins í ár verður varið til kaupa á tækjabúnaði til þess að efla vöktun sem þegar á sér stað um sýrustig í hafi, en einnig til að hefja vöktun á botndýrum með tilliti til súrnunar sjávar. Einnig hefur verið tilkynnt um aukna vöktun Veðurstofu Íslands á jöklum á Íslandi undir heitinu Hörfandi jöklar. Alls verður 15 milljónum króna varið í vöktunina í ár og samtals 21 milljón króna frá og með næsta ári. Á árabilinu 2019 til 2023 er því um tæpar 100 milljónir að ræða.

Áður hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, m.a. með vísan í afleiðingar loftslagsbreytinga. Bætt vöktun á ofangreindum þáttum styrkir starf við hættumat og almanna­varnir og nýtingu auð­linda, auk þess að bæta vísindalega þekkingu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f