Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalbláber í Hjallaskógi, Norðfirði
Aðalbláber í Hjallaskógi, Norðfirði
Á faglegum nótum 15. október 2024

Vöktun á skógum Íslands

Höfundur: Arnór Snorrason, stjórnandi Íslenskrar skógarúttektar og Pétur Halldórsson kynningarstjóri.

Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er samheiti fyrir nokkur verkefni hjá Landi og skógi þar sem meginmarkmiðið er að safna saman á vísindalegan hátt upplýsingum um skóga og skógrækt á Íslandi.

Sérstakt teymi hjá stofnuninni hefur það hlutverk að hanna og halda úti kerfi þar sem safnað er gögnum um skóg- og kjarrlendi á Íslandi sem stenst vísindalegar kröfur um áreiðanleika og nákvæmni. Úr upplýsingunum sem verkefnahópurinn safnar eru unnin gögn í:

  • Árlegt bókhald gróðurhúsalofttegunda varðandi skóg- og kjarrlendi, skógrækt og innlendar viðarafurðir.
  • Spá um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda vegna skóg- og kjarrlendis, skógræktar og innlendra viðarafurða sem gerð er annað hvert ár.
  • Árleg tölfræði um flatarmál, viðarmagn, lífmassa, kolefnisforða og kolefnisbreytingar á skóg- og kjarrlendi á Íslandi með meiru.
  • Tölur í skýrslur FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um skógarauðlindir jarðarinnar (Global Forest Resources Assessment) og um stöðu skóga Evrópu (State of Europe‘s Forests) sem gefnar eru út fimmta hvert ár.
Fjögur meginverkefni

1. Gagnagrunnur um skóga á Íslandi. Safnað er saman árlega í landfræðilegan gagnagrunn upplýsingum um staðsetningu og afmörkun nýskógræktar á vegum opinberra stofnana og verkefna ásamt kortlagningu eldri skógræktar. Þessi grunnur er m.a. nýttur til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt (sjá hér að neðan). Í sérstakri vefsjá um skóglendi á Íslandi, Skóglendisvefsjá, er að finna upplýsingar um bæði ræktaða skóga og náttúrulegt birki.

Þar eru einnig aðgengileg til niðurhals landupplýsingagögn um skóglendi á Íslandi.

2. Landsskógarúttekt á ræktuðum skógum. Í Landsskógarúttekt eru lagðir út mælifletir í skógum landsins samkvæmt föstu kerfi. Í ræktuðum skógum er fjarlægð milli mæliflata 0,5 km í austur-vesturstefnu og 1,0 km í norður-suðurstefnu. Hver mæliflötur er heimsóttur á fimm ára fresti og framkvæmdar skógmælingar, mælingar á botngróðri og fleiri athuganir. Þannig er hægt að fylgjast með framþróun skógræktar, þar með talið kolefnisbindingu skóganna. Sérstakar mælingar á sjálfsáningu trjátegunda hafa verið gerðar undanfarin þrjú ár.

3. Landskógarúttekt á náttúrulegu birki á Íslandi. Verkefnið er mikilvægur hluti af því að vakta vernd og endurheimt birkiskóga á Íslandi auk þess að vera nauðsynleg upplýsingaöflun vegna kolefnisbókhalds skóga. Mælifletir eru lagðir út á svipaðan hátt og í Landsskógarúttekt á ræktuðum skógum en fjarlægðin milli mæliflata er tvöfalt meiri, þ.e. 1,0 km í austur- vestur og 3 km í norður-suður. Hver mæliflötur er heimsóttur á tíu ára fresti og mælingar gerðar. Árið 2021 var lokið við að mæla alla mælifleti í birkiskógum í annað sinn. Þriðja mæling á mæliflötum í birkiskógum hefst árið 2025.

4. Úrvinnsla jarðvegs- og svarðsýna úr Landsskógarúttekt. Safnað hefur verið miklu magni af jarðvegs- og svarðsýnum í landsskógarúttektum síðustu ára. Svarðsýnið hefur að geyma gróður og dautt lífrænt efni (kallað sóp) í skógarbotninum ásamt húmus-lagi jarðvegsins. Verið er að vinna úr og meta kolefnisforða í jarðvegi, botngróðri og sópi. Keypt voru ný greiningartæki í samstarfi með Landbúnaðarháskóla Íslands sem nýtt eru til mælinganna. Með sameiningu tveggja eldri stofnana í Land og skóg um síðustu áramót jukust möguleikar til að vinna úr jarðvegssýnum í rannsóknastofum stofnunarinnar í Gunnarsholti og á Mógilsá.

Önnur verkefni teymis Íslenskrar skógarúttektar (ÍSÚ)

Auk þess sem áður er nefnt vinnur teymi ÍSÚ einnig að stöðugri þróun úttektanna til að nákvæmni þeirra, hagkvæmni og áreiðanleiki aukist. Notast er við nýjustu tækni hverju sinni, svo sem með fjarkönnun, myndgreiningu og skógmælingum með hjálp gervigreindar.

Teymið skipuleggur og framkvæmir sérstakar úttektir tengdar skógum og skógrækt fyrir þriðja aðila sem þess óskar. Innheimtur er kostnaður fyrir úttektir sem þessar en slík starfsemi skal ekki vera í samkeppni við einkaaðila.

Teymið heldur úti, viðheldur og bætir Skógarkolefnisreikni eftir því sem ný gögn og nýjar rannsóknaniðurstöður gefa tilefni til.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f