Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu.
Mynd / HKr
Á faglegum nótum 7. apríl 2021

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum

Höfundur: Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á landlægum sjúkdómum í íslenska hrossastofninum.

Íslenski hrossastofninn býr við þá sérstöðu að vera laus við alla alvarlegustu smitsjúkdómana sem þekktir eru í hrossum á heimsvísu. Má þar nefna kverkeitlabólgu, hestainflúensu, hestaherpes týpu-1 og smitandi blóðleysi. Árlega er skimað fyrir þremur síðastnefndu sjúkdómunum og þannig lagður grunnur að skráningu á þessari góðu sjúkdómastöðu hjá Alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, OIE. Það er sérstaklega mikil­vægt fyrir útflutning hrossa en hross héðan eru undanþegin sóttkví í löndum Evrópusambandsins og þau fara aðeins í takmarkaða sóttkví í Bandaríkjunum.

Nokkur vægari smitefni eru þó landlæg, annaðhvort frá fornu fari eða hafa borist í hrossastofninn í seinni tíð. Einnig eru smitefni í umhverfinu sem geta valdið fóðursýkingum eða öðrum tilfallandi sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa yfirlit yfir landlæga sjúkdóma og tryggja samræmd viðbrögð við þeim, enda falla þeir alla jafna ekki undir viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna alvarlegra dýrasjúkdóma.

Góð þekking á landlægum smitsjúkdómum er nauðsynleg til að tryggja að nýir sjúkdómar sem kunna að berast í íslenska hrossastofninn uppgötvist fljótt og örugglega. Hún stuðlar auk þess að réttri meðhöndlun og dregur úr óþarfa notkun á sýklalyfjum. Vöktun á landlægum sjúkdómum er því til þess fallin að vernda heilsu og velferð íslenska hrossastofnsins.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar bæði starfandi dýralæknum og hrossaeigendum.

Skylt efni: hrossasjúkdómar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...