Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísindamenn styðja kjöt- og búfjárrækt
Mynd / Unsplash
Utan úr heimi 6. febrúar 2023

Vísindamenn styðja kjöt- og búfjárrækt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tæplega 700 vísindamenn um allan heim hafa undirritað yfirlýsingu til stuðnings mikilvægu hlutverki búfjárræktar í sjálfbæru matvælakerfi.

Samfélagslegt hlutverk búfjár og kjöts var rætt á tveggja daga alþjóðlegum leiðtogafundi í Dublin á Írlandi í október 2022. Þar komu saman fræðimenn og vísindamenn á sviði búfjárræktar til að fylgja eftir umræðum á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um matvælakerfi árið 2021. Mikilvægi kjöts í mataræði fólks, hlutverk þess í sjálfbæru umhverfi og menningarlegt gildi þess voru þrjú meginstef leiðtogafundarins.

Í ástralska landbúnaðarmiðlinum MLA er haft eftir forstjóra kjötafurða- fyrirtækis að leiðtogafundurinn hafi þjónað mikilvægum tilgangi við að undirstrika mikilvægi búvísinda og faglegra rannsókna á sviði landbúnaðar. Búfjárrækt sé studd og grundvölluð af þekkingu og fræðum, rannsóknum sem hafa birst í þúsundavís í ritrýndum miðlum. Yfirgnæfandi niðurstaða vísindamanna er sú að rannsóknir styðja ekki nálgun þeirra sem reyna að heyja hugmyndafræðilegt stríð gegn búfjárrækt, segir Chris Taylor meðal annars í MLA.

Í framhaldi leiðtogafundarins var mótuð ályktun og stefna sem hefur fengið heitið Dyflinnaryfirlýsingin. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á þau áreiðanlegu vísindi sem lagt hafa grunn að farsælum framförum í búfjárrækt og benda á mikilvægi kjöts í matvælakerfum mannkyns. Í yfirlýsingunni segir að búfjárrækt hafi þróast á grundvelli ströngustu vísinda, hún sé of dýrmæt til að verða fórnarlamb smættarhyggju, einföldunar og ofstækis.

Þar segir einnig að matvælakerfi heimsins standi frammi fyrir ærnum áskorunum sem felast í því að tryggja fæðuöryggi og næringu fyrir sífellt vaxandi mannfjölda heims. Um leið þurfi hún að mæta kröfum um bættar aðferðir í takt við þarfir umhverfisins.

Meðal þeirra sem hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna eru 85 vísindamenn á Spáni, 72 í Bandaríkjunum, 52 á Ítalíu og 50 vísindamenn í Ástralíu en enn þá er hægt að styðja í gegnum vefsíðuna www.dublin-declaration.org.

Enginn vísindamaður með aðsetur á Íslandi hefur skrifað undir en yfir þrjátíu manns á Norðurlöndum hafa þegar stutt Dyflinnaryfirlýsinguna

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...