Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands.
Líf og starf 1. nóvember 2022

Vísindaferð í Hollandi

Höfundur: Helena Guttormsdóttir, lektor við LbhÍ.

Dagana 5.–8. október hélt fjölmennur hópur starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands í vísindaferð til Hollands þar sem afar margt áhugavert var skoðað.

Fimmtudagsmorgunninn hófst á ferð til Bleiswijk, þar sem er garðyrkjusvið Wageningen-háskóla. Í 7.500 fm af tilraunagróðurhúsum eru stundaðar rannsóknir á sviði ylræktar og laukblóma. Þar tók á móti hópnum hin spænska Nieves Garcia sem sagði frá starfseminni, tengingu við atvinnulífið og ekki síst verkefninu um, „Gróðurhúsið 2030“, sem afar áhugavert var að skoða.

Gróðurhúsið notar ekki gas til upphitunar. Það er svokallað alrafmagns-gróðurhús með fullri LED lýsingu. Varmadæla er notuð til að stýra raka. Þannig er falinn hiti endurheimtur og gróðurhúsið helst lokað á veturna og vorin. Einnig losar gróðurhúsið ekki frárennslis- og þéttivatn í fráveituna, allt er endurnýtt, þannig að engin næringarefni tapast, vatnið nýtist sem best og engar leifar úr ræktunarvörum lenda í fráveitu. Óson er notað til að sótthreinsa vatnið, þannig að vatnið er hægt að endurnýta í ræktun.

Að lokum er ræktunarvernd að fullu samþætt, með því að nota náttúruleg varnarefni eins mikið og mögulegt er. Frá Bleiswijk var haldið til Wageningen-háskóla sem er einn fremsti háskóli heims á sviði lífvísinda og landbúnaðar. Wageningen svæðið er oft kallað „Matardalurinn” í Hollandi.

Þar tók á móti hópnum Tineke Bremer, samskiptastjóri frá rektorsskrifstofu, en hún skipulagði dagskrána á svæðinu.

Framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta, Wassim Beaineh, byrjaði á að kynna hvaða áhrif stóraukið alþjóðastarf hefur haft á vöxt skólans og hefur á mörgum sviðum skipt sköpum. Þaðan var haldið í skoðunarferð í NPEC, nýjasta gróðurhús háskólabúsins, sem búið er hátæknibúnaði. Þar eru ýmsar rannsóknir t.d. á lýsingu, sjúkdómavörnum, áburðartilraunir og plöntukynbætur.

Þá tóku við hópnum, dr. Ryan Teuling lektor, sérfræðingur á sviði vatnafræði og stýringu vatns, dr. Roel Dijksma, dósent við umhverfisfræðideild og dr. Edward Huijben, prófessor og formaður WUR. Kynntu þeir árlegar námsferðir til Íslands og síðan fóru fram umræður um samstarfsmöguleika við LbhÍ sem gæti verið afar áhugavert. Sem dæmi má nefna að sumarið áður starfaði við Háskólann á Akureyri, kemur líka að kennslu við landslagsarkitektadeildina og benti á sýningu á lokaverkefnum nemenda sem hékk uppi heimsóknardaginn.

Rúsínan í pylsuendanum var svo heimsókn á einstaka sýningu, „Jarðvegur heims“, sem geymir stærsta jarðvegssafn veraldar, en þar má finna sýnishorn af jarðvegssniðum út frá mismunandi vinklum alls staðar frá, og auðvitað líka frá Íslandi. Forstöðumaðurinn, Stephan Mantel og vinur okkar jarðvegssérfræðinga, sá um leiðsögn. Afar áhugavert var að sjá tenginguna við okkar fólk, bæði í myndrænu kynningarefni safnsins og í tali Stephans. Sannkallaður sjónrænn ævintýraheimur. Alls staðar mætti hópnum velvild og frábærar móttökur. Langur en afar lærdómsríkur dagur var á enda. Morguninn eftir var farið í fræðslusiglingu um síki Amsterdam um arkitekta- og skipulagssögu Amsterdam og þá var bara að láta sig hlakka til lokakvöldverðar sem haldinn var á IJ Kantine, í gömlu verksmiðjuhúsnæði við hafnarsvæði borgarinnar. 2022 dvöldu rúmlega sjötíu nemendur í níu daga við vatnarannsóknir á Íslandi. Edward Huijben, sem

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...