Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Virkjun sköpunarkraftanna til sjálfbærrar nýtingar auðlinda við matvælaframleiðslu
Mynd / Hacking Norðurland
Fréttir 26. mars 2021

Virkjun sköpunarkraftanna til sjálfbærrar nýtingar auðlinda við matvælaframleiðslu

Höfundur: smh

Dagana 15.–18. apríl fer fram nýsköpunarviðburðurinn Hacking Norður­land, sem er ætlað að virkja skapandi og lausnamiðaða hugsun, styðja við nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra á Norður­landi. Í verkefninu, sem er svokallað lausnamót þar sem frumkvöðlaverkefni keppa sín á milli, er lagt upp með að unnið sé að sjálfbærri nýtingu auðlinda eins og vatns og orku á svæðinu til matvælaframleiðslu.

Markmiðið er einnig að draga fram í sviðsljósið öflugt frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman frumkvöðla í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Áður hefur sams konar lausnamót verið haldið á Suðurlandi, Hacking Suðurland, þar sem verkefni um frumuræktun ávaxta bar sigur úr býtum. Stefnan er svo sett á sambærilegt lausnamót í öðrum landshlutum. 

Stafrænt lausnamót 

Hægt er að skrá sig til þátttöku alveg þangað til lausnamótið hefst þann 15. apríl, en það má gera í gegnum vefinn Hugmyndaþorp (eða slóðinni hackinghekla.is) en í gegnum þann vettvang fer lausnamótið líka að mestu fram – meðal annars til að tryggja að allir áhugasamir um allt Norðurland geti tekið þátt.

„Viðburðurinn hefst með opnunar­viðburði og vefstofu þar sem rætt verður um þau tækifæri sem felast í auðlindum svæðisins. Föstudaginn 16. apríl hefst svo lausnamótið sjálft sem stendur í 48 klukkustundir í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafrænn vettvangur til samsköpunar, þróaður af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Sam­starfs­teymi Hacking Norðurland mun ferðast á milli frumkvöðlasetra á svæðinu meðan á lausnamótinu stendur og geta þátttakendur nærri þeim setrum nýtt sér möguleikann á því að vinna að hugmyndum sínum þar. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður eða markaðsherferð. Hacking Norðurland lýkur sunnudaginn 18. apríl með lokaviðburði þar sem dómnefnd velur þrjú bestu verkefnin sem hljóta peningaverðlaun auk aukavinninga,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri og stofnandi Hacking Hekla.

Hvað eigum við að gera við vöggugjöfina?

Um samstarfsverkefni er að ræða eftirfarandi aðila: Hacking Hekla, Eims, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi eystra, Nýsköpunar í Norðri og Nordic Food in Tourism. Verkefnið er styrkt af Íslandsbanka.

Sesselía Barðdal, framkvæmda­stjóri Eims, hvetur áhugasama frumkvöðla til þátttöku. „Matur, orka og vatn eru lykillinn að sjálfbærni og við fengum þessar mögnuðu auðlindir í vöggugjöf hér á Norðurlandi. Hvað svo – hvað ætlum við að gera til að mæta framtíðinni? Við viljum kanna einmitt það á lausnamótinu Hacking Norðurland og hlökkum til að fá sem flesta með okkur í lið yfir helgina,“ segir hún.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...