Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...