Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla
Mynd / HKr.
Fréttir 14. mars 2016

Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla

Höfundur: Vilmundur Hansen
Sett hefur verið af stað vinna á vegum umhverfisráðuneytisins við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla. 
 
Í frétt á vef umhverfis­ráðuneytisins segir að Kerlingarfjöll búi yfir stórbrotinni náttúru og að þau séu vel afmarkaður fjallaklasi á hálendinu, með einstaka litadýrð. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru jafnframt fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar.
 
Vinsælt útivistarsvæði
 
Kerlingarfjallasvæðið nýtur mjög vaxandi vinsælda fyrir hvers konar útivist. Áður var þar vinsælt skíðasvæði en nú heimsækja gestir svæðið fyrst og fremst til útivistar þar sem víðerni og háhitasvæði eru helsta aðdráttarafl svæðisins.
 
Í Kerlingarfjöllum er jafnframt vaxandi ferðaþjónusta. Við undirbúning að friðlýsingu svæðisins er ætlunin að stuðla að því að starfsemi innan þess verði sem mest sjálfbær.
 
Vilja setja reglur tímanlega
 
Í umfjölluninni segir að í Kerlingar­fjöllum geti skapast sérstaða sem sjálfbær áfangastaður sem  skapar tengsl við nærsvæði á Suðurlandi og hugsanlega orðið til fyrirmyndar fyrir rekstur innan annarra friðlýstra svæða í framtíðinni. Gera má ráð fyrir að ferðamennska á svæðinu haldi áfram að aukast á komandi árum, en með friðlýsingunni er ætlunin að setja tímanlega reglur og skipulag fyrir svæðið og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni.
 
Við undirbúning friðlýsing­arinnar verður haft samráð við hagsmunaaðila, meðal annars rekstraraðila sem starfa innan þess svæðis sem fyrirhugað er að friðlýsa. Hefur Umhverfisstofnun skipað samstarfshóp með fulltrúum Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Vinum Kerlingarfjalla. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f