Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búrfellslundur við Vaðöldu. Um 30 vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu við Vaðöldu, með uppsett afl um 120 MW.
Búrfellslundur við Vaðöldu. Um 30 vindmyllur eru áætlaðar sunnan Sultartangastíflu við Vaðöldu, með uppsett afl um 120 MW.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfellslund Landsvirkjunar.

Orkustofnun afgreiddi hinn 12. ágúst virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund, sem standa á við Vaðöldu. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra þar sem virðist ríkja jákvæðni gagnvart verkefninu.Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að búið sé að ganga frá tengisamningi við Landsnet og verið að leggja lokahönd á samning um lands- og vindorkuréttindi við ríkið. Hvort tveggja séu mikilvægir áfangar í undirbúningsferli virkjunarkostsins. Ef öll tilskilin leyfi fáist taki stjórn Landsvirkjunar endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið.

Hátt í þrjátíu vindmyllur

Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28-30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði. Uppsett afl verður um 120 MW. Landsvirkjun auglýsti útboð snemma þessa árs á vindmyllum fyrir Búrfellslund, með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Sú leið var, skv. tilkynningu Landsvirkjunar, farin til að styrkja líkurnar á að vindmyllurnar verði farnar að skila orku inn á raforkukerfið fyrir árslok 2026, eins og áætlanir geri ráð fyrir.

Landsvirkjun hefur ekki viljað gefa upp áætlaðan heildarkostnað við verkefnið þar sem það sé í útboðsferli.

Ekki allir á eitt sáttir

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur mótmælt vinnubrögðum Landsvirkjunar í undirbúningi að vindorkuverkinu. Hún telur stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengt Búrfellslundi samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Fleiri aðilar, t.d. Landvernd, kalla eftir skýru regluverki og umgjörð frá stjórnvöldum áður en gefið verði grænt ljós á vindmyllugarða.

Jafnframt hefur sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps sagt að Búrfellslundur, ef af verður, muni takmarka möguleika sveitarfélagsins til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...