Villibráðarbragðið nýtur sín
Mynd / sá
Fréttir 26. nóvember 2025

Villibráðarbragðið nýtur sín

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nú eru matgæðingar landsins vísast farnir að velta vöngum yfir kræsingum komandi hátíða.

Sinn er siðurinn á hverjum bæ, eins og þar stendur, en svo virðist sem hamborgarhryggurinn og hangikjötið eigi ævinlega sína tryggu aðdáendur. Þá eru lambakjöt, kalkúnn, nautakjöt og rjúpa mörgum bráðnauðsynleg á hátíðinni og jafnvel önd og gæs. Ýmislegt fleira fer þó auðvitað á jólaborðið og má þar til dæmis nefna hreindýrakjöt sem er vinsælt hjá allmörgum. Hreindýrakæfa eða paté sem forréttur eða smáréttur er líka úrvalsmatur.

Nú þegar farið er að grilla í aðventuna þótti tilvalið að birta margreynda uppskrift að hreindýrakæfu. Hreindýrabollur, einnig margeldaðar og elskaðar af mörgum, fá að fljóta með. 

Hreindýrakæfa (fyrir 4)

375 g hreindýralifur
220 g svínaspekk
100 g magurt hreindýrakjöt
1 dl brandí eða rautt portvín
1 stór laukur 50 g hveiti
50 g smjör
3 dl volgur rjómi
1 egg
1 tsk. pipar
½ tsk. negull
½ tsk. salvía

Lifur, spekk, kjöt og laukur er skorið í hæfilega litla bita og látið liggja í víninu í kæli yfir nótt, áður en blandan er hökkuð, gróft eða fínt eftir smekk. Smjörið er brætt í potti og hveitinu blandað saman við og síðan rjómanum og blandan soðin í 8–10 mínútur. Þá er hún sigtuð og kæld örlítið áður en egginu og kryddinu er blandað saman við.

Blöndunni er komið fyrir í smurðu leirformi og sett í djúpa ofnskúffu sem hálffyllt er með heitu vatni og sett í ofninn. Kæfan er bökuð í 55–65 mínútur við 150 °C. Kælt yfir nótt.

Tilvalið er að blanda saman t.d. krækiberjahrásaft og matarlími og hella yfir kæfuna til að loka henni að ofan. Auðvitað má svo leika sér með aðrar tegundir lifrar og kjöts í þessa uppskrift.

Hreindýrabollur

Ca 400 g hreindýrahakk
1 krukka fetaostur í kryddolíu
1 pk. beikonkurl
Lúka af smátt saxaðri steinselju eða kóríander ef vill

Hellið olíunni af fetaostinum og geymið til hliðar. Stappið fetaostinn með gaffli. Blandið hreindýrahakki og beikonkurli við ostinn og bætið við dálítilli olíu ef þarf. Mótið í kúlur álíka og golfkúlu að stærð eða nokkru minni, steikið á pönnu í smjöri uns rétt svo gegnsteikt eða í ofni við 190 °C undir- og yfirhita í ca 20 mín. eða uns gegnsteikt en osturinn er ekki farinn að leka úr bollunum að ráði.

Sósan sem setur punktinn yfir i-ið

1 dl apríkósumarmelaði
1 dl barbique-sósa
½ dl soja-sósa
½ peli rjómi
30 g púðursykur

Skylt efni: hreindýr

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...