Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu leitar að fólki sem getur veitt börnum og ungmennum aðgang að hrossi og aðstoðað þau börn sem vilja byrja í hestamennsku en hafa ekki aðstöðu til þess.
Fréttir 5. janúar 2015

Vill einhver ættleiða hestabarn?

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hefur leitað til félagsmanna um hvort þeir séu tilbúnir að veita börnum aðgang að hesti í þeirra eigu. Hesturinn þarf að vera góður, þægur og traustur og tilbúinn í nýtt hlutverk, að ala upp unga knapa.

Miklar umræður urðu á fundi félagsins á dögunum um hvernig auka mætti nýliðun í hestamennsku, en vandamálið sé hvorki nýtt né staðbundið og yrðu hestamenn að vera vakandi og opnir fyrir öllum hugmyndum.

Ein hugmyndin sem kom upp á fundinum var að félagsmenn myndu „ættleiða hestabarn“, það er að segja, eigandi hests myndi veita aðgang að hrossi og aðstöðu og aðstoða þau börn og unglinga sem áhuga hefðu eða vantaði tækifæri til að ríða út. Á fundinum kom strax fram að tveir félagsmenn líklega geta boðið upp á þetta.

Í kjölfarið hefur hestamannafélagið leitað til félagsmanna til að taka þátt í verkefninu.

Á vef Þyts kemur fram að hestamannafélagið mun aðeins vera tengiliður og milligönguaðili.

Fyrirkomulagið mætti ræða í hverju tilviki fyrir sig, t.d. gætu 2–3 krakkar skipt með sér einum hesti.

Þeim hestamönnum, sem geta tekið þátt í framtakinu, er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Indriðadóttur, formann félagsins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...