Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann
Fréttir 27. mars 2015

Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda að að nauðsynlegt væru að skoða og breyta fyrirkomulagi stuðnings við sauðfjárbændur þannig að bændur gætu aukið fjölbreytni í framleiðslu sinni samhlið sauðfjárræktinni.

„Nú veit ég ekki hvort einhver hér inn, gæti hugsað sér að skipta algerlega um í þessum efnum og auðvita eru einverjir með blönduð bú. En hljótum við ekki að spyrja okkur; hvernig getum við brugðist við skorti [hér er ráðherra að tala um skort á nautakjöti] og tryggt okkar tekjur í leiðinni, án þess að fyrirgera þeim stuðningi sem við nú höfum sem sauðfjárbændur? Stutta svarið liggur í því að breyta um fyrirkomulag styrkja. Það er að segja taka upp, að hluta eða breyta styrkjafyrirkomulagi, sem verður til þess að auka frelsi manna til framleiðslu.

Ég vil nefna það sérstaklega hér, að ég tel að það verði að vinda ofan af miklum fjármagnskostnaði sem plagað hefur bændur vegna kaupa á greiðslumarki. Ég fæ ekki betur séð en að í þeim viðskiptum fari alltof stór hluti af tekjum bænda til annarra en þeirra sjálfra. Kerfið er ekki hugsað fyrir lánastofnanir, heldur framleiðendur og neytendur.

Rétt er að leggja áherslu á það, að ég sé ekki fyrir mér að taka stuðning af þeim sem njóta hans núna og færa öðrum, heldur eingöngu að íhuga hvort auka þurfi sveigjanleika manna til að framleiða það sem hentugra kann að þykja. Þetta á ekki aðeins við um sauðfjárbændur, heldur alla bændur.

Ég vil minna á, að spár gera ráð fyrir stórauknum fjölda ferðamanna á komandi árum. Þá er tvennt í boði vegna skorts á nautakjöti; framleiða meira, eða flytja það inn. Innflutningur á nautgripakjöti var riflega 1.000 tonn árið 2014, að andvirði rúmlega 900 milljóna króna. Þarna er því nokkru að slægjast og ef þið getið teygt ykkur eftir sneið af kökunni með arðbærum hætti, því skylduð þið ekki gera það?“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...