Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ingvi Stefánsson.
Ingvi Stefánsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 11. desember. Stjórn er óbreytt og er Ingvi Stefánsson áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson varaformaður og Sveinn Jónsson ritari. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur:

Endurskoðun félagskerfis bænda

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020 styður fram komnar hugmyndir stjórnar BÍ um veltutengt félagsgjald. Enda sé því varið í öfluga hagsmunagæslu fyrir allar greinar landbúnaðarins og hún endurspeglist í fjárframlögum viðkomandi búgreinar

Endurskoðun tollasamnings Íslands við ESB

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020, skorar á stjórnvöld að endurskoða tollasamning við ESB um búvörur sem tók gildi 1. maí 2018. Það að ekki skyldi í upphafi verið tekið tillit til mismunandi stærða markaða, hafði í för með sér að það voru engar forsendur fyrir samningnum strax við undirritun hans. Örríki sem telur um 350 þúsund íbúa getur aldrei staðið undir samningi tonn á móti tonni við 500 milljóna manna markað. Hrun í ferðamannamarkaði í kjölfar Covid, ásamt BREXIT hafa svo sett punktinn yfir i-ið til að fullkomna forsendubrestinn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f