Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Icehorse festival í Danmörku fer fram í íþróttahöll.
Mynd / Rasmus M.Jensen
Fréttir 12. maí 2023

Vilja þjóðarhöll með hestaíþróttum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hestamenn vilja að gert verði ráð fyrir hestaíþróttum í nýrri þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík.

Í tilkynningu frá stjórn Lands­sambands hestamannafélaga sem send var á forsætisráðuneytið, mennta­ og barnamálaráðherra, Reykjavíkurborg, framkvæmda­nefnd um þjóðarhöll, ÍSÍ og fleiri segir að hestaíþróttin sé ein fárra íþróttagreina sem ekki hefur aðgang að löglegum keppnisvelli innanhúss og það standi íþróttinni verulega fyrir þrifum.

Bent er á að Landssamband hesta­mannafélaga sé fjórða fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ, en í því eru 12.151 iðkandi.

„Í tillögum framkvæmdanefndar um þjóðarhöll kemur fram að í höllinni verði fjölnota gólf og sæti verði að hluta til hreyfanleg.

Með það í huga frá upphafi hönnunar ætti að vera hægt að koma fyrir keppnisgólfi fyrir hestaíþróttir svo keppa megi á löglegum keppnisvelli innanhúss.

Mörg dæmi eru um slíkt erlendis og má nefna Icehorse festival í Danmörku þar sem þúsundir áhorfenda fylgjast ár hvert með stærsta innanhússmóti heims í Íslandshestaíþróttum í fjölnota sýningarhöll,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Landssambands hesta­mannafélaga segist því gera þá kröfu að gert verði ráð fyrir hestaíþróttinni í nýrri þjóðarhöll þegar hugað verður að hönnun gólfs, aðkomu og aðstöðu fyrir hesta og hestakerrur, einnig í rekstrar­ og fjárhagsáætlun sem og þegar hugað verður að framtíðarskipulagi og tímatöflum hallarinnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...