Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bridgesamband Íslands er nú í átaki til að glæða spilamennsku á Íslandi.
Bridgesamband Íslands er nú í átaki til að glæða spilamennsku á Íslandi.
Mynd / Björn Þorláksson
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Höfundur: Björn Þorláksson

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæða áhugann á ný.

Bæði var keppt í félagsvist og bridds víða um land á árum áður en spilamennska hefur vegna tækni- og menningarbreytinga átt undir högg að sækja. Bridgesamband Íslands hefur brugðist við með átaki og hafa spilaklúbbar nú verið endurvaktir á nokkrum stöðum úti á landi. Þá fór Austurlandsmót í sveitakeppni í bridds fram fyrir skemmstu í fyrsta skipti í nokkur ár.

Bridgesambandið hefur, til að auka líkur á nýliðun, ákveðið að bjóða ungu fólki upp á fría briddskennslu í höfuðstöðvum Bridgesambandsins við Síðumúla í Reykjavík og er ekki ólíklegt að blásið verði til sambærilegs átaks úti á landi. Síðasta föstudag mættu nokkrar ungar manneskjur með spilaglampa í augum og höfðu sumar farið á byrjendanámskeið í bridds. Hinir ungu spilarar sögðust njóta þess mjög að fá að taka í spil og væru ákveðin forréttindi að fá leiðsögn landsliðsmanna.

Þær Thelma Björt Fransdóttir og Amelía Björt Halldórsdóttir eru vinkonur sem mættu saman. „Okkur finnst mjög skemmtilegt að spila á spil,“ sagði Thelma. „Ég spila manna reglulega heima hjá ömmu,“ sagði Amelía.

Magnús Magnússon, landsliðsmaður í opnum flokki, tók á móti nýliðunum. Hann bjó fyrir nokkrum árum í Svíþjóð og sá þá hvernig Svíar unnu kerfisbundið að því að ná til nýrra og ungra spilara með opnu húsi. Má því segja að hugmyndin sé þaðan komin.

Það er því endurnýjaður sóknarhugur í briddsfólki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...