Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Fréttir 9. ágúst 2019

Vilja reisa vindorkugarð í Dalabyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 115 MW vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð, Dalasýslu er hafið. Að framkvæmdum stendur fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf., fyrirtækið ERM í samstarfi við Mannvit stendur að gerð umhverfismats. Öllum er frjálst að senda inn ábend­ingar og athugasemdir en frestur til þess rennur út 1. ágúst næst­komandi. Verkefnið er á skipulags- og þróunarstigi.
 
Framkvæmdasvæðið sem um ræðir er á 3.200 hektara landi á eystri mörkum sveitarfélagsins Dalabyggðar. Laxárdalsvegur liggur á um 8 kílómetra kafla í gegnum framkvæmdasvæðið. Um 10 kílómetra fjarlægð til austurs er að Borðeyri en 23 kílómetrar í meginbyggðakjarna sveitarfélagsins, Búðardal.
 
Stórt og gott landsvæði
 
Þrjár mögulegar staðsetningar voru skoðaðar fyrir þetta verkefni og varð svæðið á Sólheimum fyrir valinu þar sem þar þóttu bestu eiginleikar vera fyrir hendi fyrir þá gerð vindorkugarðs sem til stendur að reisa. Staðurinn býður að auki upp á stórt landsvæði með stöðugum og sterkum vindstrengjum á afskekktu svæði, fjarri byggð. Svæðið býr að góðu aðgengi við núverandi vegakerfi og er með nálæga tengingu við raforkukerfi, að því er fram kemur í skýrslunni Vindorkugarður í landi Sólheima, Dalabyggð. 
 
27 vindmyllur
 
Stefnt er að verkhönnun vindmylla í tveimur áföngum. Sá fyrri samanstendur af 20 vindmyllum með hámarksafköst upp á 85 MW og sá síðari af 7 vindmyllum til viðbótar með hámarksafköst upp á 30MW, en sá áfangi verður í biðstöðu þar til afkastageta næst í raforkukerfinu.  Að loknum báðum áföngum samanstendur verkefnið af 27 vindmyllum með hámarksafköst upp á 115 MW. Rafmagn verður leitt frá myllunum með millispennustreng um jörð í innri aðveitustöðu sem tengist í aðra slíka og verður rafmagni þar breytt í hærri spennu áður en það verður flutt í raforkukerfið.
 
Vindorkutæknin verður sífellt hagkvæmari
 
Fram kemur í skýrslunni að fram til þessa hafi vindorka ekki fengið mikla athygli á Íslandi vegna hærri kostnaðar í samanburði við jarðhita og vatnsafl. Einnig að með framþróun vindorkutækni sé virkjun vindorku þó sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur. Landsvirkjun hafi kannað nánar möguleika á vindorkuframleiðslu í landinu með fjárfestingum í rannsóknum á vindorku og þróunarverkefnum og hafi þær sýnt að hagstæð skilyrði fyrir nýtingu vindorku megi finna á mörgum stöðum á landinu og að áhrif virkjunar vindorku séu ekki mikil í samanburði við aðrar tegundir virkjana. Þar kemur til dæmis fram að líkt og öll stór mannvirki hafa vindmyllur óhjákvæmilega áhrif á ásýnd umhverfisins. Varanleg áhrif á heildarsýn umhverfisins eru þó ekki talin mikil í samanburði við aðra virkjanakosti. Vindmyllur og undirstöður megi auðveldlega fjarlægja ef leggja á framleiðsluna niður og þá er landið nær óspillt. 
 

Skylt efni: Vindmyllur | Dalabyggð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...