Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vilja ljósleiðara í Ásahrepp
Fréttir 28. júlí 2014

Vilja ljósleiðara í Ásahrepp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. 

Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. 

Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins.

Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins.  Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f