Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Mynd / James Baltz
Fréttir 31. júlí 2023

Vilja leyfa notkun á glýfosati

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun vera að vinna að endurupptöku á notkunarheimildum á efninu glýfosat í aðildarríkjum sínum. Umhverfisverndarsamtök fordæma ákvörðunina.

Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup. Álitamál hefur verið um hvort notkun þess geti verið hættuleg heilsu manna og mögulega valdið krabbameini. Á undanförnum árum hefur því verið hávær umræða um takmörkun og banna við notkun þess.

Nýlega birti Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) samantekt á niðurstöðum sínum um notkun þess í landbúnaði. Segir í þeim að áhrif notkunar glýfosats á heilsu manna, dýra og umhverfis valdi ekki áhyggjum. Umhverfisverndarsamtök mótmæltu áliti EFTA og saka stofnunina um að ganga erinda stórfyrirtækja í matvælaiðnaði. Samkvæmt fregn miðilsins Politico mun framkvæmdastjórnin á næstu vikum kynna álit sitt og hefja viðræður um leyfisveitingu efnisins. Talsmenn hagsmunasamtakanna Pesticide Action Network Europe hafa fordæmt framferði framkvæmdastjórnarinnar og kalla eftir að EFSA birti allar niðurstöður sínarogöllgögnsemliggjaþeimtil grundvallar áður en farið er að ræða leyfisveitingar. Þau segja niðurstöður framkvæmdastjórnarinnar „vandræðalegar“ og grafi undan rótgrónum skilningi á áhættu tengdum notkun á glýfosati. Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar segir hana starfa gagnsætt og hafi fylgt hefðbundinni málsmeðferð.

Búist er við að endanleg ákvörðun verði tekin í október.

Skylt efni: glýfosat

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f