Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Harðfiskshjallur á Íslandi.
Mynd / Wikimedia COmmons - Chris 73
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skreið skráðar inn á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Byggt er á samningi UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða sem öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006 í verkefninu um Lifandi hefðir. Til þess að komast á þennan lista þarf umsóknin að vera ítarleg og lýsa viðfangsefninu á breiðum grundvelli, framleiðslu og matreiðslu og ekki síst siðum og venjum tengdum viðfangsefninu.

Hefðir tengdar harðfiski samofnar sögunni

Í fréttabréfi Slow Food Reykjavík kemur fram að falast hafi verið eftir þátttöku Íslands í fyrrnefndu verkefni. Norðmenn leiði verkefnið en auk Íslands standi Ítalía, Nígería og Þýskaland að þessari umsókn. Markmiðið sé að efla tengsl íbúa þátttökulandanna og styrkja samfélög og hefðir tengdar skreið og harðfiski.

„Þrátt fyrir afar skamman fyrirvara ákváðum við að taka þátt enda á Ísland augljóslega erindi. Harðfiskur hefur verið verkaður hérlendis frá ómunatíð og hefðir tengdar honum samofnar sögu þjóðarinnar“, segir í fréttabréfinu.

Óskað eftir stuðningi við verkefnið

Biðlar Slow Food Reykjavík til samtaka, fyrirtækja og einstaklinga um stuðning vegna umsóknarinnar. Æskilegt sé að stuðningurinn komi frá aðilum sem tengjast umræddri hefð á margvíslegan og ólíkan máta.

„Af þeim sökum óskar stjórn Slow Food Reykjavík eftir aðstoð ykkar við að kortleggja framleiðslu á harðfiski og skreið. Eins hvernig þessar afurðir eru notaðar í dag og hafa verið notaðar. Allar upplýsingar má setja inn á Facebook-síðu verkefnisins: Harðfisks og skreiðar menning,“ segir í fréttabréfinu

Skylt efni: harðfiskur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f