Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Einn stór framleiðandi MHP er með yfirburðastöðu á úkraínska kjúklingamarkaðnum.
Mynd / MHP
Utan úr heimi 13. mars 2023

Vilja hamla innflutning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Erfitt er að finna magntölur yfir úkraínska kjúklingaframleiðslu en því er haldið fram að landið sé þriðji stærsti birgirinn í Evrópu, utan Evrópusambandsins.

Árið 2021 voru flutt um 259.000 tonn af alifuglakjöti til ESB frá Úkraínu. Einn stór framleiðandi, Myroniscsky Hliboproduct (MHP), er með yfirburðastöðu á markaðnum. Sá framleiðandi er lóðrétt samþættur, þ.e.a.s. hann getur ræktað sitt eigið fóður, ræktað og slátrað kjúklingum og síðan selt og dreift kjötinu eftir eigin flutninga- og frystigeymslukerfi, innanlands og utan.

Árið 2022 hefur kjúklingakjötsframleiðsla í Úkraínu haldist stöðug þrátt fyrir stríðsátök. Minni innlend eftirspurn leiddi til meiri útflutnings og sérstaklega eftir að Evrópusambandið afnam tolla á úkraínskar vörur. Fréttamiðillinn Reuters segir frá því að hækkandi kostnaður í franskri kjúklingarækt sökum fóður- og orkuverðshækkana, sem og samkeppni við ódýrt innflutt kjöt, sé að ganga fram af þarlendum alifuglabændum. Samtök franskra kjúklingabænda hafa því beðið ESB að virkja varúðarreglu tollaniðurfellingarinnar þar sem hún er farin að valda framleiðendum tjóni. Slíkan fyrirvara er ekki að finna í íslensku reglugerðinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...