Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja gera flug að hagkvæmum kosti fyrir landsbyggðina
Fréttir 11. desember 2018

Vilja gera flug að hagkvæmum kosti fyrir landsbyggðina

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Í nýrri skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

Farmiðar á völdum svæðum niðurgreiddir

Starfshópurinn kynnti tillögur um hvernig jafna má aðgengi landsmanna að þjónustu sem aðeins er í boði á suðvesturhorni landsins. Tillaga er gerð um að farmiðar með lögheimili á völdum svæðum á landsbyggðinni verði niðurgreiddir.

Isavia ohf. ábyrgð

Lagðar eru fram tillögur um að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra flugvalla, sem gegna hlutverki sem varaflugvellir í millilandaflugi, með því að skilgreina þá sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn og Isavia ohf. falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu þeirra. Lagt er til að þjónustugjöld verði samræmd á millilandaflugvöllunum og hóflegt þjónustugjald sett á til að standa straum af uppbyggingu vallanna. Slíkt gjald gæti orðið á bilinu 100 kr. til 300 kr. á hvern fluglegg. Mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi hefur aukist og starfshópurinn telur nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár.

Þjónustusamningur til fimm ára

Þá er lagt til að þjónustusamningur ríkisins við Isavia verði framvegis gerður til fimm ára í senn til svo að hægt verði að þróa flugvallakerfið til lengri tíma og stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna.

Starfshópurinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar nánar á næsta ári svo þær geti komið til framkvæmda árið 2020.

Skylt efni: Innanlandsflug | samgöngur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...