Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Vilja gera Byggðastofnun að betri lánveitanda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á Búnaðarþingi 2022 að
Bændasamtök Íslands hefji viðræður við stjórnvöld um að finna leiðir til að gera Byggðastofnun að betri lána­stofnun fyrir landbúnaðinn.

Einar E. Einarsson, loðdýra- bóndi að Syðra-Skörðugili og fulltrúi deildar loðdýrabænda á Búnaðarþingi, segir að loðdýrabændur ætli að leggja fram eina tillögu á þinginu.

„Tillagan snýr ekki eingöngu að málefnum loðdýrabænda heldur ætluð landbúnaðinum í heild og gengur út á að efla Byggðastofnun sem lánastofnun fyrir alla bændur.“

Bæta þarf lánakjör Byggðastofnunar

Tillagan gengur út á að Búnaðarþing samþykki að sett verði í gang vinna með stjórnvöldum um lækkun fjármagnskostnaðar við framleiðslu búvara á Íslandi.

„Við viljum að Byggðastofnun verði gert kleift að bjóða bændum lán á betri lánskjörum en gert er í dag, en með því má lækka framleiðslukostnað og styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbún­aðar, en eins og vitað er þá er fjármagnskostnaður af fjárfestingum í byggingum, vélum eða jarðnæði lægri í okkar nágrannalöndum heldur en hér á landi þó svo að hér sé til dæmis byggingarkostnaður almennt hærri vegna meiri krafna á byggingar. Með því að lækka fjármagnskostnaðinn við þessar fjárfestingar lagast því að einhverju leyti samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar við til dæmis innfluttar landbúnaðarvörur.“

Markaður fyrir loðskinn frosinn

Eins og komið hefur fram í Bændablaðinu fraus markaðurinn fyrir loðskinn sama dag og Rússar gerðu innrás í Úkraínu en á þeim tímapunkti voru skinnauppboð í gangi.

Einar segir að loðdýrabændur séu þessa dagana að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að snúa sér vegna stöðunnar.
„Spurningin er hvort við eigum að fara í viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að vandanum eða hvaða vinkil við eigum að taka. Viðræður við stjórnvöld eru ekki hafnar en við erum að velta þessum málum fyrir okkur hér innan búgreinadeildarinnar og höfum aðeins rætt þetta við stjórn Bændasamtakanna. Málið er því í vinnslu.“

Afsetning lífræns úrgangs

„Það er margt við loðdýraeldi sem er jákvætt inn í umræðuna um umhverfis- og loftslagsmál og nýtingu hráefna. Dæmi um það er að hráefni í fóður fyrir loðdýr er að uppistöðu til sláturúrgangur frá matvælaframleiðslu sem víða er til vandræða í dag enda bannað að urða lífrænan úrgang. Loðdýraeldi er því góð aðferð til að afsetja úrganginn og við því klárlega gjaldgeng inn í þá umræðu,“ segir Einar á lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...