Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Stjórn deildar svínabænda BÍ. Geir Gunnar Geirsson, Sveinn Jónsson og Ingvi Stefánsson formaður.
Mynd / ÁL
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mars síðastliðinn. Endurskoðun tollverndar og fjárfestingastuðningur mikilvægustu málefna næstu missera var m.a. á dagskrá. Ingvi Stefánsson var endurkjörinn formaður.

Samkvæmt skýrslu formanns um stöðu búgreinarinnar kemur fram að ný reglugerð um velferð svína sé stjórn ofarlega í huga. Sú reglugerð var samin 2014 og mun innleiðing á auknum aðbúnaðarkröfum taka gildi 1. janúar 2025. Stjórnvöld þurfa að koma til móts við bændur eigi greinin að dafna.

Í þessu samhengi var nefnt að fjárfestingastuðningur sem ætlaður er í endurnýjun á húsakosti skipti miklu máli. Ríkisvaldið hefur úthlutað fé til þessa, en svínabændur segja fjármagnið hafa dugað skammt.

Skipulagsmál reynast bænd­um erfið og eru mun meiri fjarlægðarmörk við smíði nýrra svínahúsa hérlendis en tíðkast í löndunum í kringum okkur. Þetta atriði vill deild svínabænda taka upp við endurskoðun búvörusamninga ásamt því að fá áheyrn viðeigandi ráðuneyta. Tollamál voru tekin til umræðu á fundinum, en aukningu á neyslu svínakjöts hefur í auknum mæli verið svarað með innflutningi á erlendu kjöti. Tollkvótinn, eða það magn sem má flytja tollfrjálst, hefur verið 700 tonn á ári síðan 2019 vegna samninga við ESB. Tollar á svínakjöti eru föst krónutala sem hefur ekki breyst frá árinu 1995 og er því magn svínakjöts sem flutt er inn á fullum tollum alltaf að aukast.

Á síðasta ári voru flutt inn 1.400.000 kílógrömm erlends svínakjöts, sem þýðir að helmingurinn var utan tollkvóta.

Félag svínabænda er enn starfandi, þó svo að nær öll starfsemi þess hafi flust yfir í deild svínabænda BÍ eftir uppstokkun félagskerfisins. Svínabændur vilja halda gamla félaginu lifandi fyrst um sinn og snúa helstu verkefni þess að umsýslu og sölu á erlendu kynbótasæði. Svínabændur borga 11-12 milljónir á ári fyrir aðgang að kynbótastarfi Norðmanna og spyrja þeir hvort ekki sé rétt að gera breytingar á lögum til að veita Íslendingum aðgang að kynbótastarfi fleiri þjóða. Frjósemi gyltanna er eitt mikilvægasta atriðið í kynbótum og mikilvægt að greinin fái aðgang að erfðaefni með skilvirkari hætti til að dragast ekki úr þeim í Danmörku og Þýskalandi.

Í stjórn voru kosnir Ingvi Stefánsson formaður, Geir Gunnar Geirsson og Sveinn Jónsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...