Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar að hefja útflutning. Mjög fáir hafa áhuga á að ala hrossin í Færeyjum og eru einungis hundrað einstaklingar eftir.

Heilsufrøðiliga starvsstovan, sem samsvarar til Matvælastofnunar, hefur verið falið að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar svo heimilt verði að flytja út hrossin. Þess er vænst að leggjast þurfi í mikla forvinnu og má ekki reikna með niðurstöðu á næstunni. Frá þessu greinir Kringvarp Føroya.

Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna þarf 1.000 hryssur til að geta fullyrt að stofninn sé ekki í hættu. Færeyski hesturinn hefur lifað í Færeyjum í hundruð ára. Hann er smágerðari en íslenski hesturinn, 120–132 sentimetrar á herðakamb, býr að fjölda litaafbrigða og er með fjórar gangtegundir, þar með talið tölt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...