Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Mynd / mhh
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem er húsnæði við þjóðveg 1.

Þingborgarhópurinn, sem er öflugur prjónahópur, hefur haft aðstöðu í húsinu og er þar með ullarvinnslu og verslun.

Á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá hópnum þar sem kemur fram að honum hafi verið brugðið að sjá að húsið er komið á sölu. Sala hússins myndi setja starfsemi hópsins í uppnám en hópurinn hefur starfað frá árinu 1990.

Þingborgarhópurinn hefur óskað eftir því við Flóahrepp að húsið verði afhent hópnum til eignar endurgjaldslaust og að sveitarfélagið styðji starfsemi hópsins með því að fella niður gjöld af húsinu. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafnað erindinu og segist með þeirri ákvörðun vera að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og fylgja ábyrgri fjármálastjórnun og ráðstöfun eigna sveitarfélagsins.

„Sveitarstjórn ber að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum en ljóst er að ákvörðun um að gefa frá sér eignir eða fella alfarið niður gjöld af eignum skapar fordæmi til framtíðar,“ segir m.a. í bókun sveitarstjórnar. Þá má geta þess að uppsafnað tap á Gömlu Þingborg er um 5,4 milljónir króna á síðustu sjö árum þrátt fyrir innkomnar leigutekjur á þeim árum. Þá hefur viðhaldi og endurbótum húsnæðisins ekki verið sinnt eins og þörf krefur og því ljóst að húsið þarfnast töluverðra endurbóta á næstu árum.

Í Þingborgarhópnum eru 27 konur en fimm af þeim eru búsettar í Flóahreppi.

Skylt efni: Þingborg

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f