Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Vilja endurbyggja Laugarvatnshella fyrir ferðamenn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Smári Stefánsson, f.h. fyrir­tækisins Sólstaða ehf., hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fá að endurgera Laugarvatnshella skammt frá Laugarvatni í þeirri mynd sem hellarnir voru þegar búið var í þeim fyrir um einni öld. 
 
Ætlunin er að endurbyggja hellana og gera þá aðgengilega gestum í eins upprunalegri mynd og mögulegt er. Glæða hann lífi á ný og koma þar með sögu og menningararfleifð til bæði heimamanna og gesta. Í erindi Smára kemur fram að árið 1910 fluttu Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, þá nýgift, í hellana þar sem engin jörð var á lausu í Laugardal. Þessir fyrstu ábúendur bjuggu í hellunum í eitt ár, það leið þó ekki á löngu áður en önnur hjón fluttu inn. Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir fluttu inn 1918 og bjuggu í hellunum til 1921 og eignuðust þau þrjú börn á þessu tímabili. Bæði hjónin sem bjuggu í hellinum voru með búskap en drýgðu tekjurnar með veitingasölu enda hellarnir í alfaraleið þeirra sem ferðuðust milli Laugardals og Reykjavíkur. 
 
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tekið jákvætt í erindið en bendir á að nauðsynlegt er að hafa góð samskipti við landeiganda, minjavörð Suðurlands og skipulagsfulltrúa á öllum stigum verkefnisins. Hugmynd Sólstaða er að koma hellunum í það horf sem þeir voru þegar búið var í þeim, það er að moka út úr þeim, byggja útvegg og innrétta hellana eins og þeir voru. Einnig verður sett upp tjald fyrir utan hellana þar sem seldar verða léttar veitingar eins og ábúendurnir gerðu forðum daga, eins að bjóða upp á hellaferðir í hraunhella í nágrenninu, einnig leiðsögn um Laugarvatnshella þar sem venjulegar íslenskar fjölskyldur bjuggu allt til ársins 1921. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...