Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum
Mynd / Global Meat
Fréttir 13. nóvember 2017

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum

Höfundur: Global Meat / HKr.
Á Írlandi, í Frakklandi og í Bretlandi er hafin þriggja ára herferð til að fá ungt fólk á aldrinum 25 til 30 ára til að borða lambakjöt. Samtals verður veitt 10 milljónum evra, eða sem svarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið að því er segir í frétt Global Meat. 
 
Verkefnið var kynnt 23. október og er rekið af írska matvælaráðinu Bord Bia, Interbev í Frakklandi og Agriculture & Horticulture Development Board í Bretlandi (AHDB). Alls koma 8,3 milljónir evra úr sameiginlegri fjármögnun á vegum ESB og 300 milljónir koma frá Bord Bia á Írlandi og AHDB í Bretlandi.  
 
Noreen Lanigan hjá Bord Bia segir að sem umtalsverðar kindakjötsframleiðsluþjóðir, þá hafi verið ákveðið að taka saman höndum til að auka neyslu á kindakjöti. Er það ekki síst gert til að stöðva samdrátt í lambakjötsneyslu sem þar hefur átt sér stað. 
 
Líka marðmiðið að tryggja byggð í dreifbýlinu
 
Lanigan er framkvæmdastjóri Bord Bia í Frakklandi, Belgíu og í Lúxemborg.  Segir hún að markmiðið sé að auka lambakjötsneyslu ungra neytenda á aldrinum 25 til 35 ára um 10% á þrem árum. Er þetta jafnframt hluti af því markmiði að fá fólk til að meta lambakjöt sem hversdagsfæðu og meta nauðsyn þess að halda uppi byggð í sauðfjárræktarhéruðum viðkomandi landa. Þá er líka ætlun að auka hlutdeild lambakjöts á matseðlum þjóðanna.
 
Virðist þetta verkefni vera mjög í takt við það sem Markaðsráð kindakjöts á Íslandi og Icelandic lamb hefur verið að vinna að á undanförnum misserum með góðum árangri. 
 
Ætlunin að stórauka sölu lambakjöts
 
Margvíslegar uppákomur verða samfara þessu markaðsátaki lambakjöts á Írlandi í Frakklandi og í Bretlandi. Nýtt verður stafræn tækni og samfélagsmiðlar til að koma skilaboðum á framfæri sem og stórar auglýsingar utanhúss. Boðið verður upp á margvíslegar matvælakynningar, vinnufundi þar sem sérfræðingar verða fengnir til að fræða fólk um kosti lambakjöts. 
 
Admin Quinney, sem situr í  nauta- og lambakjötsráði AHDB, segir að ætlunin sé að hver milljón evra sem sett sé í verkefnið tryggi viðskipti með lambakjöt upp á 10 milljónir evra, eða tífalda upphæðina sem lögð er til. „Þetta eru merkilegar fréttir og mjög mikilvægt verkefni fyrir framleiðendur. Þetta sýnir í verki þann mikla árangur sem hægt er að ná í nánu samstarfi við okkar vini í Evrópu, sama hvað Brexit líður. Þetta er mjög verðmætt samstarf í þeirri viðleitni að kynna hversu heilsusamlegt og næringaríkt lambakjötið er. 

Skylt efni: lambakjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f