Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Vilja 97% heimila og vinnustaða í stað 99.5%
Fréttir 27. maí 2015

Vilja 97% heimila og vinnustaða í stað 99.5%

Höfundur: Vilmundur Hansen

365 miðlar biðja  um breytingu á útbreiðslu- og uppbyggingarkröfum vegna 4G/LTE þjónustu

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði um erindi 365 miðla ehf. þar sem félagið óskar eftir að stofnunin geri breytingu á skilmálum tíðniheimildar félagsins á 800 MHz tíðnisviðinu, svokallaðri A tíðniheimild, sem félagið hlaut í uppboði stofnunarinnar í ársbyrjun 2013.

Í 2. gr. tíðniheimildarinnar er fjallað um kröfur um útbreiðslu og uppbyggingu. Þar eru gerðar þær kröfur á tíðnirétthafa að hann tryggi að 99,5% lögheimila og vinnustaða á hverju tilteknu landssvæði, standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir árslok 2016 og 30 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir árslok 2020.

Erindi 365 miðla ehf.
Í erindi 365 miðla er óskað eftir að félaginu verði veitt rýmri tímamörk til þess að uppfylla þau skilyrði sem fyrrnefnd tíðniheimild kveður á um. Fer félagið fram á að Póst- og fjarskiptastofnun geri þær breytingar á tíðniheimildinni.

„Tíðnirétthafi skuldbindur sig til að tryggja að 97% lögheimila og vinnustaða, með heilsárs starfsemi, hvers landsvæðis, sbr. viðauki I, standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2016, en 99,5% framangreindra lögheimila og vinnustaða standi til boða 10 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2022 og 30 Mb/s gagnaflutningshraði fyrir 31. desember 2026.“

Félagið byggir erindi sitt á 12. gr. fjarskiptalaga, nr. 81/2003, sem kveður á um heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til breytinga á skilyrðum í almennum heimildum og skilyrðum fyrir úthlutun réttinda, þegar sérstaklega stendur á, svo sem vegna breytinga á löggjöf.

Að mati félagsins felur ákvæðið ekki í sér tæmandi upptalningu á þeim atvikum sem geta leitt til þess að stofnuninni sé heimilt að gera breytingar á skilyrðum tíðniheimilda. Stofnuninni sé því heimilt, á grundvelli ákvæðisins, að gera umbeðnar breytingar á tíðniheimild félagsins á grundvelli eftirfarandi röksemda:

Í fyrsta lagi á grundvelli samstarfs Fjarskipta hf. (Vodafone) og Nova ehf. um uppbyggingu dreifikerfis í gegnum félag í sameign þeirra en PFS hefur heimilað samnýtingu á tíðniheimildum félaganna, sbr. ákvörðun PFS nr. 14/2014. Þá hefur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágu frá 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. ákvörðun þess nr. 14/2015.

Í öðru lagi á grundvelli fyrirhugaðrar uppbyggingar ríkisstjórnarinnar á ljósleiðaraneti á landsbyggðinni, sbr. skýrslu frá mars 2015, Ísland ljóstengt, þar sem lýst er áformum um að auka gagnaflutningshraða verulega á landsbyggðinni með lagningu ljósleiðaranets um allt land með ríkisfjármagni. Að mati 365 miðla ehf. skarast þessar uppbyggingaráætlanir ríkisins við áætlanir félagsins um uppbyggingu á þráðlausu háhraða farneti á sömu stöðum.

Að mati 365 miðla eru aðstæður á fjarskiptamarkaðinum í dag gjörbreyttar frá því sem var þegar uppboð Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í febrúar og mars árið 2013 og er sérstaða félagsins sem skapaðist í kjölfar útboðsins, ekki lengur til staðar. Sú sérstaða byggðist fyrst og fremst á tíðnisviði félagsins á 800 MHz tíðnisviðinu sem og því að félagið taldi sig geta veitt landsbyggðinni háhraða nettengingar með þráðlausum hætti án þess að mikil samkeppni myndi ríkja á umræddum svæðum.

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila
Í samræmi við 3. mgr. 12. gr. fjarskiptalaga og 6. gr. laga, nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun óskar stofnunin eftir athugasemdum hagsmunaaðila við erindi 365 miðla ehf. sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan. Athugasemdir sem sendar eru inn skulu vísa beint í erindi 365 miðla.

Skylt efni: fjarskipti | landsbyggðin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...