Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vika til sælu
Líf og starf 2. maí 2025

Vika til sælu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, stendur til 3. maí.

Skagfirðingar eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og vikan fram undan ætti að reynast þeim drjúg í þeim efnum. Raunar var ýmislegt til gamans gert fyrir upphaf Sæluviku, nefnt forsæluviðburðir.

Sæluvikan var sett 27. apríl og þá veitt samfélagsverðlaun hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen. Í samantekt dómnefndar segir að Sigurður hafi árið 2015 fengið fálkaorðuna fyrir framlag til kynningar og sögu arfleifðar Sturlungaaldar, auk þess sem hann hafi auðgað menningarlíf í Skagafirði með ljóðum sínum um áratugaskeið. María sé einstaklega listfeng og reki handverks- og antíkverslun. Þau hjónin hafi m.a. byggt upp glæsilega aðstöðu og sýningu í Kakalaskála.

Boðið er upp á fjölda viðburða þessa daga og má þar nefna myndlistarsýningar, bíó og leikhús, opið hús í Náttúrustofu Norðurlands vestra, sólarhyllingu, skógarböð, jóga, kakó-athöfn, sánagús og hugleiðslu, áheitahlaup, gömludansaball, vöfflukaffi, flóamarkað og kántríball.

Upphaf Sæluviku má rekja til hátíðar á Reynistað í Skagafirði þann 2. júlí árið 1874, en sama ár var Íslendingum færð stjórnarskrá og var fagnað í Skagafirði sem og annars staðar á landinu. Sæluvika stendur til 3. maí. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...