Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Nautgripum smalað í Bandaríkjunum. Vegna þurrka hafa bændur þurft að skera niður hjarðir.
Mynd / Carol Highsmith’s America
Utan úr heimi 2. júlí 2025

Viðvarandi þurrkar útbreiddir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaöryggi er ógnað vegna margra ára þurrkatíðar í mörgum af mikilvægustu matvælaframleiðslulöndum heimsins.

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað vegna þurrka í Brasilíu. Nautakjöt hefur aldrei verið dýrara í Bandaríkjunum þar sem beitarlönd í miðvesturríkjunum hafa þornað upp og bændur hafa þurft að skera niður sínar hjarðir. Á vatnasvæði Gulafljóts í Kína, sem er eitt mikilvægasta landbúnaðarhérað þar í landi, hefur verið óvenjulega þurrt og heitt, en Kína er einn stærsti ræktandi heimsins á hveiti. Frá þessu er greint í New York Times.

Þurrkar vofa yfir Úkraínu og Rússland, en hveitiuppskeran í þessum löndum mettar milljónir manna um víða veröld. Til að mynda hefur Marokkó þurft að reiða sig að miklu leyti á innflutning á hveiti frá Rússlandi eftir sex ára þurrk þar í landi. Ofan á skerta uppskeru kemur rof á aðfangakeðjum vegna aukinna átaka í Mið-Austurlöndum og Úkraínu.

Seðlabanki Evrópu áætlar að þurrkar muni minnka virði framleiðslu álfunnar um fimmtán prósent. Þurrkar ógna helst sunnanverðri Evrópu, þar sem áhrifanna er þegar farið að gæta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...