Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Viðræður um kaup standa enn
Mynd / HKr
Fréttir 7. júlí 2021

Viðræður um kaup standa enn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna.

Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Vonast eftir farsælli niðurstöðu

Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far­sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar.

Rekstrarvandi

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur­skipu­lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Auk þeirra fjárfesta sem Bænda­samtök Íslands hafa átt í við­ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­höllinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...