Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Mynd / Bbl
Fréttir 6. ágúst 2021

Viðmið sveitarfélaga um lágmarksfjölda lögfest

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ein meginbreytingin sem nýtt stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.

Markmiðið með breytingunum er að styrkja umgjörð og grundvöll sveitarstjórnarstigsins og tryggja að sveitarfélög geti sinni lögboðinni skyldu sinni. Einnig að auka sjálfsstjórn og sjálfbærni sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í heild þannig að sveitarfélög séu betur í stakk búin til að mæta margvíslegum áskorunum sem þau og samfélagið allt stendur frammi fyrir á hverjum tíma, sem og að sinna brýnum hagsmunamálum íbúanna.

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1.000 íbúar

Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal nú stefna að því að lágmarks­íbúafjöldi sé ekki undir 1.000. Ef íbúafjöldi er undir þeim mörkum við almennar sveitarstjórnarkosningar skal sveitarstjórn þess, innan árs frá þeim kosningum, leitast við markmiðinu með því að hefja formlegar sameiningar viðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og tækifærum sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög.

Eftir þinglega meðferð var horfið frá því að ráðherra geti haft frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga hafi sveitarfélögum ekki tekist að ná lágmarksíbúafjölda fyrir árið 2026. 

Mikilvæg hagræn áhrif upp á allt að 5 milljarða króna

Í greinargerð með frumvarpinu var fjallað um greiningu á hagrænum áhrifum þess að fækka sveitarfélögum með því að hafa viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Samkvæmt greiningunni er áætlað að hagræn áhrif kunni að verða 3,6–5 milljarðar króna vegna breyttra áherslna við rekstur sveitarfélaga.

Þannig kann mögulegur sparnaður sem verður í rekstri stjórnsýslu sveitarfélaga að verða nýttur til að auka þjónustustig við íbúa sveitarfélaga. Einhver kostnaður mun koma til vegna undirbúnings sameininga en gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti sótt um styrki fyrir slíku til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...