Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðkvæmari fyrir útihita
Utan úr heimi 2. ágúst 2023

Viðkvæmari fyrir útihita

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Hér áður fyrr var talað um að besti umhverfishiti kúa séu 5-10 gráður og að þeim líði þó ágætlega frá -15 og upp í +25 gráður.

Þessar tölur byggja þó á gömlum rannsóknum og í dag er margt sem bendir til að kjörhitastig umhverfis fyrir kýr hafi lækkað þó nokkuð. Þetta kemur til af því að hver kýr framleiðir í dag miklu meiri mjólk en fyrir nokkrum áratugum og fyrir vikið er hitaframleiðsla þeirra sjálfra mun meiri í dag vegna gerjunar fóðurs í vömb. Hitaorka frá vömb er nánast hrein umframorka sem kýr þurfa að losna við og því meiri sem umhverfishiti kúa er, því erfiðara er fyrir kýrnar að losna við þennan hita. Í ofanálag skiptir rakastigið einnig máli, því með hækkandi rakastigi verður enn erfiðara fyrir kýrnar að losna við þessa orku.

Sænsk rannsókn á áhrifum umhverfishita á hámjólka kýr, þ.e. kýr sem innbyrða mikið magn fóðurs, sýnir að þegar við 15 gráðu umhverfishita fara að sjást áhrif á kýrnar með því að þær draga úr áti og við 20 gráðu hita eru áhrifin mjög skýr.

Í dag er algengast að miðað sé við 20 gráðu umhverfishita þegar byrja ætti að bjóða kúm upp á kælingu og skugga, þ.e. þær ættu að hafa tryggt aðgengi að skugga svo sólin nái ekki að skína beint á þær. Þetta er ein meginástæða þess að fleiri og fleiri kúabú í norðurhluta Evrópu eru farin að setja upp kælikerfi í fjósunum, þ.e. setja upp viftur sem sjá um að blása á kýrnar og gera nærumhverfi þeirra ákjósanlegt – rétt eins og fólk gerir í hita með blævæng, nú eða viftum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...