Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Víðirani er af ranabjölluætt, sem er mjög fjölbreytt og tegundarík bjölluætt með yfir 90.000 greindar tegundir í heiminum.
Víðirani er af ranabjölluætt, sem er mjög fjölbreytt og tegundarík bjölluætt með yfir 90.000 greindar tegundir í heiminum.
Á faglegum nótum 25. ágúst 2025

Víðirani

Höfundur: Brynja Hrafnkelsdóttir og Helga Ösp Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Landi og skógi.

Víðir og ösp eru nokkuð algengar trjátegundir á Íslandi. Undanfarin ár hefur mikið borið á skemmdum og dauðum víði og aspartrjám en ástæðan er líklega samspil óheppilegs veðurfars að vori og skaðvalda. Hérlendis lifa ýmsar skordýrategundir á víði og ösp. Tvær bjöllutegundir, asparglytta (Phratoravitellinae) og víðirani (Dorytomus taeniatus) , valda töluverðu tjóni á þessum trjátegundum. Margir ræktendur þekkja asparglyttu sem hefur valdið miklum skaða og jafnvel trjádauða á gulvíði, viðju og ösp á útbreiðslusvæði sínu. Færri þekkja til víðiranans sem er smávaxin og lítið áberandi bjöllutegund sem getur valdið skaða við vissar aðstæður, sérstaklega á ungum og viðkvæmum plöntum.

Víðirani er af ranabjölluætt, sem er mjög fjölbreytt og tegundarík bjölluætt með yfir 90.000 greindar tegundir í heiminum. Eins og nafnið gefur til kynna eru flestir meðlimir hennar með ummyndaða trjónu á höfðinu sem líkist rana. Ranabjöllur geta verið mikil skaðræðisdýr í ræktun og á Íslandi eru nokkrar tegundir ranabjallna sem lifa á trjáplöntum. Til að mynda eru hélukeppur (Otiorhynchus nodosus) og silakeppur (Otiorhynchus arcticus) taldir vera eitt af stærstu vandamálum í nýskógrækt hérlendis en lirfur þeirra nærast á rótum og fullorðnar bjöllur á ofanjarðarhluta plantna. Víðirani er tegund sem hefur lifað lengi á Íslandi og telst því vera innlend. Hann finnst á láglendi í öllum landshlutum en hefur hingað til verið algengastur á sunnanverðu landinu. Undanfarið virðist honum þó hafa fjölgað í öðrum landshlutum, til að mynda á Norðurlandi. Oftast finnst hann á svæðum þar sem mikið er um víðiplöntur en hann getur einnig lifað þar sem ösp er til staðar.

Fullorðnar bjöllur eru dökkbrúnar á litinn, um 4–5 mm að lengd, mjóslegnar með langan og mjóan rana. Lirfurnar eru litlar og líkjast öðrum ranabjöllulirfum í útliti. Þær eru ljósar á litinn, breiðleitar, með greinilegan haus en engin fótapör.

Bjöllur fara á stjá um miðjan apríl og nærast á blöðum og stilkum víði- og asparplantna fram í júní. Um það leyti sem blómgun á sér stað verpa kvendýrin í reklana. Lirfurnar lifa svo fram eftir sumri innan í reklunum og nærast á þeim. Um mitt sumar ná þær fullum vexti, falla til jarðar og púpast. Bjöllurnar koma síðan úr púpum í ágúst, nærast á laufblöðum og eru á ferli fram í október, þegar þær leggjast í vetrardvala fram á næsta vor.

Skaðsemi víðiranans er oft ekki mikil en ungar plöntur með lítið laufmagn eru viðkvæmastar fyrir beit hans. Auk þess að skemma lauf geta bjöllurnar gert göt á stilk plantnanna, stundum með þeim afleiðingum að allur nývöxturinn sölnar og deyr. Þessar skemmdir líkjast í fljótu bragði kalskemmdum að vori en hægt er að greina þarna á milli með því að kanna hvort sjáist göt á nývextinum eftir víðiranann. Á lirfustigi getur tegundin minnkað fræframleiðslu plantna en þó er ekki talið að sá skaði valdi teljanlegu tjóni. Víðirani er því hluti af þeim lífverum sem auðga lífríkið okkar og þurfa ræktendur vanalega ekki að hafa miklar áhyggjur ef þeir finna stakan víðirana á plöntunum sínum, en í nýskórækt við vissar aðstæður gæti hann orðið vandamál.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...