Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Hnúfubakur í Faxaflóa.
Mynd / Special Tours
Á faglegum nótum 3. ágúst 2021

Víðförlir hnúfubakar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu sást til hnúfubaks í Faxaflóa. Vegna alþjóðlegs samstarf um skráningu hnúfubaka var hægt að sjá að sami hvalur hafði verið myndaður við Grænhöfðaeyjar, aðeins þremur mánuðum áður en hann var myndaður í Faxaflóa.

Greining hnúfubaksins sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt samstarf er þegar far dýra er rannsakað og sýnir að hnúfubakar ferðast langar vegalengdir enda eru 5.400 kílómetrar á milli staðanna þar sem myndirnar voru teknar.

Staðsetning Grænhöfðaeyja.

Í tilkynningu á vef Haf- rannsóknastofnunar segir að Hnúfubakar í Atlantshafi eyði yfirleitt sumrum sínum á fæðuslóð í norðri, til dæmis við strendur Íslands og Noregs, en að á veturna haldi þeir sig við miðbaug, frá Karíbahafi til Grænhöfðaeyja. Áður hefur Hafrannsóknastofnun fjallað um hnúfubak sem sást í Cape Samana við Dóminíska lýðveldið í Karíbahafi í janúar 2020 en hafði áður verið ljósmyndaður og skráðurvið Ísland. Íslenska hnúfubakaskráin ISMN (IS Megaptera Novaeangliae Catalog), sem er að finna á Hafrannsóknastofnun, geymir skráningar á yfir 1.500 hnúfubökum frá 1980 til dagsins í dag. Þeim hefur verið safnað í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og af ýmsum samstarfsaðilum sem sent hafa inn myndir af hnúfubökum ásamt upplýsingum um staðsetningu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...