Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Mynd / Matís
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar á íslenskri grænmetisframleiðslu og byggir á grænmetisverkefnum sem þar hafa verið unnin á undanförum árum.

Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir. Þá er gerð grein fyrir möguleikum íslenskrar garðyrkju til framfara; nýtingu hliðarafurða og hámörkun gæða grænmetisins með bættri meðhöndlun við uppskeru og geymslu.

Grænmetisverkefni aðgengilegri

Grunnhugmynd bókarinnar er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Viðfangefnin spanna alla virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda.

Ólafur Reykdal
Sjálfstæð efnistök

Markmiðið er að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun.

Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Ólafur Reykdal heldur utan um útgáfuna hjá Matís og segir að efnistök hafi verið sjálfstæð út frá viðfangsefnum, en ekki bein afritun úr verkefnaskýrslum.

„Það er hægt að smella á hlekki í Grænmetisbókinni og nálgast ítarlegri umfjöllun úr skýrslum eða samantektum. Þannig hefur tekist að draga saman það sem fólk þarf á að halda. Efnið nær einnig til forvera Matís eins og fæðudeildar RALA. Í heimildalistanum er hægt að finna það efni sem hefur verið birt og notað á þessu sviði hjá Matís og forverum.

Umfjöllunin nær ekki til ræktunarinnar sjálfrar, til dæmis um yrki, áburðargjöf og fleira, sem er ekki viðfangsefni Matís,“ segir Ólafur.

Skylt efni: Matís | Grænmetisbókin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...