Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur.
Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur.
Menning 6. júlí 2023

Viðburðadagatal - Frá og með 6.–20. júlí

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir
Austurland & Austfirðir

6.–9. júlí Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð á Stöðvarfirði. Mikið fjör og húllumhæ, Íslandsmótið í bubblubolta, Pallaball, hoppukastalar, grill, froðubraut, golf, Vísunda Villi, Jógaganga, Stebbi Jak & Hafþór Valur stíga á svið o.m.fl.

Norðurland & Norðausturland

5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði býður upp á: Flamenco tónleika Tríós Reynis Haukssonar, Ólína Ákadóttir leikur píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar og grísku systkinin Rena, Alex og George Rasoulis halda námskeið í grískum þjóðdönsum svo eitthvað sé nefnt.

7.–8. júlí Hríseyjarhátíðin, fjölskylduvæn dagskrá: Garðakaffið, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins, ratleikur, hópakstur traktora, kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er von á Sigga Gunnars, Benedikt búálfi, Dídí mannabarni, Kalla Örvars, Stúlla o.fl

Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland

6.–9. júlí Fjölskylduhátíð Kótelettunar á Selfossi

3.–9. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja á hálfrar aldar afmæli þetta árið, en gosi lauk í byrjun júlí árið 1973.

7.–9. júlí Flughátíðin Allt sem flýgur, flugvellinum á Hellu. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Því er stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu, grillveisla laugardagskvöld, kvöldvaka og hljómsveit.

8. júlí Hljómsveitin Góss stígur á svið í Básum, Goðalandi
(Þórsmörk), laugardagskvöldið 8. júlí, um kl. 20.

Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir

7.– 9. júlí Sumarhátíð ÍslandRover. Haldin í sælureitnum Árbliki í Dölunum. Grill, ferðir, happdrætti, leikir o.fl.

8. júlí Kolrassa krókríðandi heldur tónleika. Tónleikarnir verða haldnir á Vagninum, Flateyri og munu hljómsveitameðlimir rokka og róla þar til Vagninn tekur af stað!

14.–16. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Fjölskylduhátíð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, sjá nánar bls. 38.

Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...