Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Viðbúnaður vegna fuglaflensu
Fréttir 19. mars 2018

Viðbúnaður vegna fuglaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eins og alltaf á þessum árstíma metur Matvælastofnun í samvinnu við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum og í Háskóla Íslands, hvort hætta sé á að farfuglarnir okkar beri með sér fuglaflensusmit til landsins.

Á heimasíðu Mast segir að því miður sé staðan sú í Evrópu um þessar mundir að töluvert hefur verið um fuglaflensu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur gæti smitvarna og allir séu vakandi fyrir óeðlilegum dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi.

Á undanförnum mánuðum hafa tilkynningar borist um fuglaflensugreiningar bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Írlandi.

Ekki er talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyrir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villtir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla.

Að svo stöddu er því lágmarks viðbúnaðarstig í gildi. Það felur meðal annars í sér að tilkynna skuli til Matvælastofnunar um dauða villta fugla ef orsök dauða er ekki augljós. Það má gera með því að senda ábendingu á vef stofnunarinnar eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Jafnframt skulu fuglaeigendur hafa samband við stofnunina verði þeir varir við aukin dauðsföll eða grunsamleg veikindi meðal fugla sinna.

Skylt efni: Mast | fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...