Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Snjóskaflar við Garðakot í Hjaltadal.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem hafa verið í landbúnaði sakir óvenjulegrar kuldatíðar undanfarið.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir, fulltrúi Bændasamtaka Íslands í hópnum, segir honum ætlað að kortleggja ástandið. Ásamt henni sitja fundina fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og almannavarna ásamt fulltrúum lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra.

Þegar þetta er ritað hefur hópurinn fundað tvisvar og segir Guðrún Birna vinnuna vera á byrjunarreit. Fyrstu skrefin séu að taka stöðuna á ólíkum stöðum, en eftir fyrsta fundinn lá ljóst fyrir að kuldakastið hefði haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til lengri og skemmri tíma.

Ekki er búið að ákveða hversu lengi viðbragðshópurinn starfar þar sem ekki er vitað hvenær tjónið muni koma í ljós. Guðrún Birna segir lykilatriði að bændur skrái tjón með því að taka myndir, en gögn séu nauðsynleg til þess að hægt sé að bæta skaðann. Verklag í kringum gagnavinnslu verði kynnt fljótlega.

Bjarkey Olsen matvælaráðherra segir í tölvupósti til
Bændablaðsins mikilvægt að ná utan um ástandið. Hún vilji koma því skýrt á framfæri við bændur að ráðuneytið standi heilshugar að baki þeim í ljósi þeirrar náttúruvár sem gengið hefur yfir.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f