Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Mynd / TB
Fréttir 28. febrúar 2020

Víða ratað: Talsverðir möguleikar gætu leynst í grasprótíni

Höfundur: Ritstjórn

Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu.

Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar á þessu verkefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Finnbogi ríður á vaðið, Ditte fjallar um fóðurfræði og samvinnu við Dani frá mínútu 42:50 og Hannes fer fyrir greiningu á innflutningi og arðsemisathuganir frá mínútu 53:40.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum og í spilaranum hér að neðan:

 Eftirfarandi atriði voru meðal helstu niðurstaðna verkefnisins:

  • Markaður fyrir prótín úr grasi er umtalsverður, en innflutningur á fóðri og fóðurhráefnum til landbúnaðarnota á Íslandi er um 100 þúsund tonn á ári.
     
  • Danskar rannsóknir hafa komið vel út varðandi fóðrun mjólkurkúa með grasprótíni og hrati úr framleiðslu þess. Fóðrun svína og kjúklinga með grasprótíni hefur einnig komið ágætlega út. Frekari rannsóknir eru í gangi í Danmörku.
     
  • Arðsemi uppbyggingar á vinnslu grasprótíns veltur m.a. á þáttum á borð við flutningskostnað, gengisþróun, nauðsyn á áburðargjöf og uppskeru á hektara.
     
  • Til að hægt sé að meta fýsileika vinnslu á grasprótíni betur þyrfti að eiga sér stað frekari söfnun upplýsinga. Sjá mætti fyrir sér tilraun sumarið 2020 í samvinnu bænda, danskra samstarfsaðila og fleiri hagaðila.

Hægt er að skoða kynningu á verkefninu hér.


Sveinn og Hannes Rannversson.


Ditte Clausen, ráðgjafi hjá RML, er viðmælandi Sveins í þætti dagsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f