Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Sveinn Margeirsson og Oddný Anna Björnsdóttir ræða m.a. um stöðu frumkvöðla í íslenskum landbúnaði í nýjum hlaðvarpsþætti Víða ratað.
Mynd / TB
Fréttir 27. desember 2019

Víða ratað: Oddný Anna vill að neytendur séu meðvitaðir um hvaðan maturinn kemur

Höfundur: Ritstjórn

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri nýrra Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað.

Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, meðal annars úti í Kaliforníu. Hún ákvað að venda sínu kvæði í kross þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2010 og einsetti sér að starfa í matvælageiranum og hafa þar áhrif til góðs.

„Ég sá að það var ýmislegt að í matvælageiranum hvað varðar umhverfismálin, dýravelferð og hollustu matvæla. Hvernig maturinn hafði breyst án þess að neytendur, og þar með talið ég, höfðu gert sér grein fyrir því. Ég varð eiginlega svolítið reið og fannst að ég hafði verið blekkt. Ég hafði svo mikið traust til þess sem stóð á matvælum og ég komst að því að það voru vaxandi hreyfingar úti um allt sem voru að stuðla að betra umhverfi og aukinni upplýsingu neytenda. Að gera neytendur meðvitaða um hvaðan maturinn kemur og hvað er í honum og hvaða áhrif það hefur á heilsu, umhverfi og dýravelferð. Ég ákvað að slást í hópinn og svo leiddi eitt af öðru.“


Oddný Anna er nýráðin framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Oddný fór fljótlega að starfa í lífræna- og heilsugeiranum og kom að stofnun Samtaka lífrænna neytenda. Hún starfaði síðan sem framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Yggdrasil og síðar sem ráðgjafi hjá Krónunni. Nú er hún bóndi í Gautavík í Berufirði þar sem hún og eiginmaður hennar hafa m.a. gert tilraunir með hamprækt. Að auki sinnir hún ráðgjafarstörfum og fer fyrir starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bættar upprunamerkingar matvæla.

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru vistaðir eru undir heitinu „Hlaðan“ og eru aðgengilegir á SoundCloud og í helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcasts, Braker, Pocket Casts, RadioPublic og Google Podcasts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...