Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er gott að hafa góða vettlinga að setja á hendurnar. Góð gjöf fyrir alla herramenn.

DROPS Design: Mynstur u-955
Stærðir: S/M (L/XL)
Ummál: Ca 21 (23) cm.
Lengd: ca 24 (24) cm með uppábroti á stroffi.

Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst).
- 50 (50) g litur 01, rjómahvítur.
- 100 (100) g aðallitur nr. litur 55, ljósbrúnn eða litur nr. 73, bensín.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 23 lykkjur x 32 umferðir = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1, A.2, A.3 og A.x. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.x sýnir hvar á að staðsetja þumalinn á hægri vettlingi. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp meðan aukið er út fyrir þumal. Þegar útaukning fyrir þumal hefur verið gerð til loka, setjið þessar lykkjur á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Í lokin er þumallinn prjónaður.

Vinstri vettlingur: Fitjið upp 48 (48) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3 með aðallit, prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út 0 (4) lykkjur jafnt yfir = 48 (52) lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 – þegar prjónað hefur verið upp að svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 yfir þessar 3 lykkjur. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 (auknar eru út lykkjur í A.2). Eftir síðustu umferð í A.2, eru 11 lykkjur í A.2 – setjið þessar lykkjur á þráð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 lykkjur þar sem lykkjur voru settar á þráð = 48 (52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan eftir A.1 yfir allar lykkjur. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Þumall: Setjið 11 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna nr. 3. Byrjið umferð með því að prjóna upp 9 lykkjur á bakhlið á þumli (takið upp 2 lykkjur í hvorri hlið, 5 lykkjur í 3 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp) = 20 lykkjur.

Prjónið mynsturteikningu A.3. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, eru 4 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Hægri vettlingur: Prjónið á sama hátt og vinstri vettling, en þumallinn er prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar á að prjóna þumalinn í mynstri.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f