Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf
Fréttir 22. janúar 2016

Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Búið er að vinna drög að viljayfir­lýsingu um samstarf Vesturports og Hrunamannahrepps um framkvæmdir í landi Grafar á Flúðum.
 
Hugmyndin gengur út á að koma upp tveimur mismunandi sögusöfnum í hlöðunni sem nú hýsir Byggðarsafnið á Flúðum. 
 
Annað safnið á að lýsa heimi norræna manna þar til þeir urðu kristnir um árið eitt þúsund. Hitt safnið mun lýsa því hvernig líf útlaga hefur verið á Íslandi gegnum aldirnar. Megin kjarni þessa safns mun eiga rætur í Fjalla-Eyvindi þar sem ævi hans og Höllu verður gerð sérstök skil. Sérstakt rými verður útbúið fyrir lifandi flutning á leiksýningum og öðrum uppákomum sem tengjast söfnunum. Verslunar- og veitingarekstur verður í sama húsnæði og safnið. 
 
Sveitarstjórn líst mjög vel á hugmyndir Vesturports og hefur samþykkt að leggja sitt af mörkum til að verkefnið geti orðið að veruleika og hefur falið sveitarstjóra og varaoddvita að ræða við Vesturport og hagsmunaaðila á svæðinu um framhald verkefnisins. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni kostnaðar- eða framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f