Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Lambavatn er fallegur bær í fallegu umhverfi.
Mynd / ÁL
Fréttir 25. október 2022

Vestasta kúabú landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ekkert kúabú er vestar á landinu en það á Lambavatni. Þar býr Þorsteinn Gunnar Tryggvason með hátt í 30 mjólkandi kýr. Búskapur á afskekktum slóðum sem þessum hefur ýmsar áskoranir í för með sér, sérstaklega þegar framleidd er ferskvara eins og mjólk.

Þorsteinn á Lambavatni er síðasti kúabóndinn á stóru svæði.

Þar sem vetrarþjónusta á Skersfjalli, sem er heiðin sem skilur að Patreksfjörð og Rauðasand, er í algjöru lágmarki getur komið fyrir að mjólkurbíllinn komist ekki vegna færðar og veðurs. Ef of langur tími líður milli ferða getur Þorsteinn neyðst til að henda mjólkinni sem er í tankinum.

Lengi vel var hann í búskap með foreldrum sínum, sem bjuggu á Lambavatni fram á háan aldur. Þorsteinn hefur í gegnum tíðina fengið fólk til liðs við sig í búskapinn, ýmist fjölskyldu eða vinnufólk. Bændum hefur fækkað í þessum landshluta undanfarna áratugi og er svo komið að hann er síðasti kúabóndinn á stóru svæði. Næstu starfandi kúabú er að finna á Barðaströnd, en síðan þarf að leita alla leið í Önundarfjörð og Reykhólasveit. Þorsteinn segist ekki geta svarað því af hverju þróunin hefur verið á þennan veg. Hann nefnir þó að ótryggar samgöngur gætu vel spilað þarna inn í.

Skylt efni: rauðasandur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...