Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Fréttaskýring 5. júlí 2020

Versti efnahagsskellurinn vegna COVID-19 á enn eftir að koma í ljós

Höfundur: HKr.
Heimsbyggðin er enn ekki farin að upplifa verstu efnahagslegu afleið­ingarnar af COVID-19 ef marka má spár OECD. Samkvæmt áætluðum tölum var mest atvinnuleysi á Spáni eftir 1. ársfjórðung 2020, eða 13,9%. Þá kom Frakkland með 7,8% og í þriðja sæti var Kanada með 6,3% atvinnuleysi. Á evrusvæðunum sem samanstendur af 17 ESB ríkjum, þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,2%. 
 
Í lok fyrsta ársfjórðungs var uppsagna í kjölfar vandræða fyrirtækja út af lokunum vegna COVID-19 ekki farnar að gæta mjög. Í spá OECD um annan ársfjórðung er greinilega farið að meta inn í tölurnar áhrif af uppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja. Þá er Spánn kominn í 19% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin komin upp í annað sætið með 17,5% atvinnuleysi. Í þessari sviðsmynd er meðaltalsatvinnuleysi OECD ríkjanna 11,4%, en minnst eru áhrifin af COVID-19 sögð í Japan en þar er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2020 metið 3,6%. 
 
Mat OECD er að á þriðja ársfjórðungi verði atvinuleysið á Spáni komið í 22% og lækki í 13,5% í Bandaríkjunum en verði 12,4% í Frakklandi sem er þar í þriðja sæti. OECD löndin eru þá að meðaltali með 10,6% atvinnuleysi. 
 
Á fjórða ársfjórðungi er búið að reikna áhrif af annarri bylgju COVID-19 inn í spána. Samkvæmt því yrði Spánn kominn með 25,5% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin með 16,9%. Í þriðja sæti er komið Bretland með 14,3% og Frakkland er þar í fjórða sæti með 13,7% atvinuleysi. Evruríkin eru þar talin verða með 12,6% atvinnuleysi að meðaltali og OECD ríkin það sama. Japan er sem fyrr lægst með 4% atvinnuleysi. 
 
Hægur viðsnúningur á næsta ári
 
OECD áætlar að á fyrsta árs­fjórðungi 2021 fari örlítið að draga úr atvinnuleysinu og sýnir þar Spán með 24% atvinnuleysi, Bandaríkin með 13,6% og Frakkland í þriðja sæti með 12,4%, en Bretland í því fjórða með 11,8%.
 
Undir lok næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi minnkun atvinuleysis, en eigi að síður yrði það meira en við upphaf COVID-19. Spánn verður þar að mati OECD með 20% atvinnuleysi, Frakkland með 10,3%, Evrusvæðin með 10,2% og Bandaríkin með 10%. Samkvæmt þessari spá yrðu OECD löndin komin niður í 8,9% atvinuleysi að meðaltali í árslok 2021. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...